Site logo

Ströndin

Margar frábærar strendur tilheyra Costa Blanca ströndinni og samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (WHO) er þar besta veðurfar í allri Evrópu.

Hægt er að ganga meðfram strandlengjunni eftir sérstökum göngustígum bæði í norður og suður og nær sú gönguleið í tugi kílómetra í hvora átt. Það er hin besta skemmtun að skella sér á ströndina, taka með sér nesti og drykki í kæliboxi.

Þegar farið er á ströndina kemst maður ekki hjá því að hitta sölumenn sem labba um og bjóða ýmsan varning, sólgleraugu, töskur, kjóla, úr, derhúfur og ferska ávexti til sölu, það getur verið gaman að prútta og gera góð kaup – einnig hafa Asíu búar mikið verið að bjóða uppá nudd og getur það verið hin fínasta slökun að fá gott nudd í hitanum.

Playa La Caleta, Cabo Roig

Mjög góð strönd í skjóli í vík milli tveggja höfða þar sem hægt er að kaupa ýmsar veitingar og þar stutt frá er einnig smábátahöfn þar sem hægt er að stunda ýmsar vatnaíþróttir.

Cala Capitan og Cala Bosque, La Zenia

Ein sú vinsælasta á svæðinu. Hún er um 350 metra löng, þar eru veitingastaðir og barir þar sem hægt er að kaupa hressingu langt fram á kvöld. Strendurnar við La Zenia eru í raun 2 staðsettar sitthvoru megin við Hótel sem ber sama nafn. Til að komast á minni ströndina Cala Capitan þarf að ganga niður töluvert af tröppum, stærri ströndin á La Zenia svæðinu Cala Bosque er með aðgengi beint frá götu. Yfir sumarmánuðina er hægt að stunda vatnasport á svæðinu.

Playa la Glea, Dehesa de Campoamor

Mjög stórt bílastæði er stutt frá ströndinni svo það hentar vel að fara á þessa strönd ef þú kemur á bíl. nnars sama sólin , sandur og sjór.

Einnig er hægt að stunda allskonar sjósport, leigja Jetski, sigla smábát, taka pungapróf, leigja bananabát, hjólabát og svo framvegis.

Pungapróf

Ef þið viljið leigja stærri bát, þarf „pungapróf“. Hægt er að taka prófið hjá þeim því þau bjóða upp á kennslu sem veita þér réttindi á smábáta undir 6 metrum óháð vélarstærð.  https://boatrentalcaboroig.com/en

Smábátar

Hægt er að leigja smábát hjá David & Kelly og sigla í víkinni við La Caleta ströndina. Ekki þarf „pungapróf“ á bátinn. Farið er vel yfir öryggisatriði með ykkur og allir fá björgunarvesti.  Bluetooth hátalari er um borð sem eykur enn frekar á stemninguna.
Við mælum eindregið með þessu. Athugið að bóka þarf fyrirfram.

Kajak og banani

Stella Maris leigir einnig út 2ja manna kayaka.  Ef 4 eða fleiri eru saman í hóp, er hægt að fá kennslu ásamt „snorkli“ frá kl. 10 – 11:30.

Stella Maris er einnig með svokallaða banana sem dregnir eru af mótorbát og eru afar vinsælir.  Bananarnir eru fjögurra manna.

https://jetskispain.com/
Símanúmer til að bóka : 670 325 427 og 660 412 806

SUP

SUP/Stand Up Paddleboard eða svokölluð róðrabretti njóta sívaxandi vinsælda. Hjá Sun Sea Adventures er hægt að leigja róðrabretti og einnig fá kennslu á þau.  Opið er alla daga nema mánudaga frá 10-15. Kennsla fer fram milli 10 og 11. Hafið samband við Marc á whattsapp eða hringið í +34 611 237 965 til að bóka tíma.
https://www.facebook.com/sunseaadventures/?ref=page_internal

Hjólabátar

Einnig er hægt að leigja svokallaða hjólabáta með rennibraut við ströndina.

Sæþotur/Jet Ski

Stella Maris í Cabo Roig leigir út sæþotur. Athugið að til að stjórna sæþotu þarf viðkomandi að vera orðinn 18 ára.  Framvísa þarf vegabréfi. Börn eldri en 5 ára mega sitja aftan á.

Hægt er að bóka á netinu.
https://jetskispain.com/
Símanúmer til að bóka : 670 325 427 og 660 412 806

©Viva Fortuna ehf. kt: 510315-2270
Verslunarmiðstöðin Fjörðurinn – 2.hæð, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Sími + 354 558-5858 – bokun@sumarhusaspani.is
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum