Nánari lýsing

INNOVA VILLAS – Orihuela Costa – INFINITY

Ný glæsileg einbýlishús á frábærum stað með útsýni yfir saltvötnin

Húsin eru í byggingu á reit sem er staðsettur í Villamartin hverfinu með glæsilegu útsýni og góðri aðkomu.  Hægt er að velja um þrjár grunngerðir húsa með tveimur eða þremur svefnherbergjum en verktakinn býður einnig upp á að hanna húsin að óskum kaupanda og hægt að stækka þau töluvert með því að láta innrétta kjallarann undir húsunum fyrir frístundarými, aukastofur eða fleiri herbergi, allt eftir þínum óskum.

Húsin koma með glæsilegum einkasundlaugum og á yfir öllum húsunum eru þaksvalir allt frá 50-100fm en það fer eftir grunnfleti húsanna.

Staðsetningin er einnig mjög góð, á móti lóðinni er grænt svæði sem verður ekki byggt á og gerir það að verkum að útsýni er enn betra .

Villamartin hverfið býður uppá allt það besta sem þú vilt njóta á Spáni hvort sem það er golfið, sólin, sundlaugin, ströndin, útiveran, veitingastaðir eða markaði.

Þetta er frábært tækifæri til þess að eignast glæsilegt einbýlishús á Spáni á mjög góðu verði og möguleiki að koma að hönnun og skipulagi eignarinnar.

Nánari upplýsingar veitir:
Hilmar Jónasson, Löggiltur fasteignasali
netfang: sala@sumarhusaspani.is
Sími: +354 695-9500

INNOVA VILLAS – Orihuela Costa – INFINITY

Google Kort

Nánar..

Teikningar

Innova - Infinity (3)