Nánari lýsing

Turquesa del mar – Playa Flamenca

Spennandi íbúðakjarni á frábærum stað á Orihuela Costa – örstutt frá ströndinni og La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni.

Kjarninn hefur ákveðna sérstöðu í hönnun en leitast var við að allar íbúðir njóti sólar sem best og lengst á svölum og veröndum sem gerir útlit hússins öðruvísi og skemmtilegt.

Íbúðirnar fást með 1-3 svefnherbergjum og allar með 2 baðherbergjum.  Möguleiki er að kaupa stæði í lokaðri bílageymslu.

Sameign og allur aðbúnaður er mjög vandaður en byggingaraðilinn Travensa.SA er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið rekið síðan 1970 og hefur að mestu leyti byggt á Alicante svæðinu og þekkir því vel til þeirra krafna sem kaupendur á nýju húsnæði á því svæði fara fram á.

Staðsetning gæti varla sameinað fleira af þeim atriðum sem fólk leitar að á Spáni en þarna er örstutt á ströndina, í verslun í La Zenia Boulevard, stór markaður er þarna í næstu götu alla laugardaga ásamt aragrúa af veitingastöðum, afþreyingu og ýmis konar tækifæri til útiveru.

Nánari upplýsingar veitir:
Hilmar Jónasson, Löggiltur fasteignasali
netfang: sala@sumarhusaspani.is
Sími: +354 695-9500

Turquesa del mar - Playa Flamenca

Turquesa del mar (1)

Nánar..

Teikningar

Staðsetning_íbúða_innan_kjarna