Nánari lýsing

BARCELONA – Carrer de Ferran – þrjú svefnherbergi

Íbúð með karakter aðeins steinsnar frá Römblunni í Barcelona – La Rambla

Við kynnum 136 fm íbúð á 4. hæð með þremur svefnherbergjum á einstökum stað í sjálfri Barcelona borg í Katalóniu, Carrer de Ferran er hliðargata frá Römblunni og er húsið staðsett einungis í 1.5km. fjarlægð frá Römblunni.

Íbúðin er einstök með sérlega mikilli lofthæð, gamlir viðarbitar í loftum, stofu og eldhúsrými stórt og rúmgott með nægu plássi fyrir rúmgóða borðstofu og setustofu.

Svefnherbergin eru þrjú og öll mjög stór með góðri lofthæð, barnaherbergið með innbyggðum kojum fyrir börnin.

Sjón er sögu ríkari – bókið skoðun á sala@sumarhusaspani.is

Nánari upplýsingar veitir:
Hilmar Jónasson, Löggiltur fasteignasali
netfang: sala@sumarhusaspani.is
Sími: +354 695-9500

Verð

585.000

BARCELONA – Carrer de Ferran

Carre_de_Ferran_39,_Barcelona

Nánar..