Cabo Roig

Cabo Roig hverfið er fyrir neðan hraðbrautina og er mjög vinsælt hverfi þar sem allt er til alls, þar er hin vinsæla göngugata sem stundum er kölluð „The Golden Mile“ og þar er alltaf mikið mannlíf og gaman að rölta um. Mikið úrval veitingastaða og ekki má gleyma öllum Kínabúðunum þar sem allt fæst fyrir ekki neitt, síðan er ströndin þarna rétt fyrir neðan og hægt að rölta þangað.
Í hverfinu er matvöruverslunin Consum, heilsugæsla, markaður á fimmtudögum og fjöldin allur af veitingastöðum.
Frábærir golfvellir eru mjög stutt frá, Las Ramblas, Villamartin, Campoamor og Las Colinas svo einhverjir séu nefndir.