Matvöruverslanir

Fjölmargir stórmarkaðir eru á svæðinu og getur verð á matvöru í þeim verið nokkuð mismunandi.  Með því að gera verðsamanburð, þá er hægt að gera góð innkaup og matarreikningarnir verða þó nokkuð lægri en á Íslandi.

 

Mercadona

Stór og mikil matvöruverslun með mikið framboð af matvörum. Mjög góð Mercadona verslun er í ca. 5 mín akstursfjarlægð frá húsinu okkar, þar er gott að versla í matinn og mikið vöruúrval. Gott bakarí, ferskt fiskiborð og kjötborð.

Aldi

Þýsk verslunarkeðja sem er á nokkrum stöðum á Costa Blanca svæðinu. Þessi verslun á sér engan líka hér heima en þar sem unnt er að kaupa matvörur, fatnað, heimilistæki ofl. á mjög góðu verði. Í hverfinu okkar er mjög fín Aldi verslun í göngufæri við húsin. Þar er hægt að versla mjög ódýrt í matinn og einnig eru mjög oft tilboð á ýmsum varningi. Fyrir utan ALDI búðina í hverfinu okkar er einnig grillvagn sem selur grillaðan kjúkling á daginn.

Consum

Góðar matvöruverslanir sem hafa mikið úrval matvöru og ferskvöru en einnig dýrindis kjöt- og fiskiborð. Sumarið 2013 var opnuð NÝ Consum verslun í Cabo Roig. Hún er við N-332 til móts við apótekið þegar komið er niður úr hverfinu okkar að verslunargötunni í Cabo Roig. Önnur Consum verslun er við hringtorgið hjá La Zenia, þar fyrir utan er líka grillvagn sem selur mjög góðan grillaðan kjúkling á daginn.

Carrefour

Stór frönsk verslunarkeðja svipuð og Hagkaup nema stærri í sniðum en þær bjóða ekki einvörðungu upp á matvörur heldur einnig fatnað, raftæki, garðvörur ofl. á góðu verði.  2 Carrefour verslanir eru nálægt okkur, minni búðin er rétt við Gokart brautina hjá N-332 en stóra Carrefour verslunin sem er við Habaneras er með skemmtilegri verslunum af þessu tagi sem hægt er að heimsækja, úrvalið er endalaust.  Þarna er í raun hægt að fá allt sem mann vantar til að elda góðan mat og mikið vöruúrval.

Supermarket EUROPA

Er opin alla daga frá 9-24:00. Hann er á göngugötunni við N-332 í Cabo Roig. Þarna er hægt að bjarga sér á helstu nauðsynjum og gott að vita að þessi búð er líka opin á sunnudögum þegar margar aðrar verslanir eru lokaðar.

Al campo

Spænsk matvörukeðja og er nýbúið að opna mjög stóra slíka búð í La Zenia mallinu.  Þarna er bókstaflega allt til allt frá matvöru til bíldekkja. Skemmtileg búð og gott vöruúrval. Best er að keyra inní bílastæðahúsið undir mallinu og leggja þar og þá er rúllustigi beint upp að innganginum.