Ströndin

Í nágrenni Cabo Roig eru margar frábærar strendur sem tilheyra Costa Blanca ströndinni (Hvítu ströndinni) og þar er samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (WHO) besta veðurfar í allri Evrópu.

 

Hægt er að ganga meðfram strandlengjunni eftir sérstökum göngustígum bæði í norður og suður og nær sú gönguleið í tugi kílómetra í hvora átt. Það er hin besta skemmtun að skella sér á ströndina, taka með sér nesti og drykki í kæliboxi. Þegar farið er á ströndina kemst maður ekki hjá því að hitta sölumenn sem labba um og bjóða ýmsan varning, sólgleraugu, töskur, kjóla, úr, derhúfur og ferska ávexti til sölu, það getur verið gaman að prútta og gera góð kaup – einnig hafa Asíu búar mikið verið að bjóða uppá nudd fyrir 5-15€ og hefur það verið hin fínasta slökun að fá gott nudd í hitanum.

Playa Caleta

Mjög góð strönd í skjóli í vík milli tveggja höfða þar sem hægt er að kaupa ýmsar veitingar og þar stutt frá er einnig smábátahöfn þar sem hægt er að stunda ýmsar vatnaíþróttir.

La Zenia

Ein sú vinsælasta á svæðinu. Hún er um 350 metra löng, þar eru veitingastaðir og barir þar sem hægt er að kaupa hressingu langt fram á kvöld. Strendurnar við La Zenia eru í raun 2 staðsettar sitthvoru megin við Hótel sem ber sama nafn. Til að komast á minni ströndina Cala Capitan þarf að ganga niður töluvert af tröppum, stærri ströndin á La Zenia svæðinu Cala Bosque er með aðgengi beint frá götu. Yfir sumarmánuðina er hægt að stunda vatnasport á svæðinu. Þarna er líka hægt að leigja bekki.

Playa de la Regia

Mjög skemmtileg þar er glæsileg smábátahöfn með miklum fjölda af skútum allt árið um kring. Þarna er hægt að stunda flestar gerðir af vatnaíþróttum. Þar eru einnig veitingastaðir og strandbarir.

Guardamar

Ein af okkar uppáhalds, hún er reyndar í ca. 25 mín aksturfjarlægð frá húsunum en vel þess virði að heimsækja. Ströndin er mjög grunn langt út í sjó en samt getur verið töluverður öldugangur og mjög skemmtilegt að vera úti á vindsæng. Þar er hægt að leigja bekki og eru tveir bekkir með sólhlíf leigðir á 10€ yfir daginn. Sundlaugarbar og klósett er á ströndinni. Einnig fjölmargir veitingastaðir við strandgötuna.