Nánari lýsing

Almanzor 5B

Dásamlegur nýuppgerður Bungalow til leigu með svefnplássi fyrir 4 gesti.  Íbúðin er staðsett í Villmartin/El Galan í rólegu hverfi mitt á milli golfvallanna, s.s Villamartin og Las Ramblas golf. Handann við hornið eru fjölmargir barir og veitingastaðir og svo er stutt göngufæri í La Fuente verslunarmiðstöðina, þar sem er einnig Mercadona og fullt af veitingastöðum. Nákvæmlega 6 mínútna akstur til Cabo Roig, strönd og 8 mínútur í Zenia Boulevard Mollið.  Sameiginleg sundlaug er í sameign og bílastæði fyrir framan eignina.

Rúmgóð stofa með tveimur góðum sófum og opið eldhús með eyju með helstu áhöldum til matargerðar. Wifi og Lofkæling/hitun er í stofunni og góðar viftur í herbergjum.  Rúmgóð verönd er fyrir framan íbúðina með tveimur sólbekkjum og einnig eru svalir við inngang með borði og stólum. Einnig eru svalir út frá eldhúsi þar sem morgunsólin kemur upp með borði, stólum og sólhlíf.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og viftu í lofti.
Hitt svefnherbergið er með 140 cm hjónrúmi , fataskáp og viftu í lofti.  Sængur, koddar og rúmföt fylgja.

Baðherbergi

Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði fylgja og einnig er hárblásari.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.