Nánari lýsing

Casa Belle 58

Casa Belle er skemmtilegt 95fm raðhús í Amapolas III kjarnanum í Playa Flamenca hverfinu. Casa Belle er í sömu götu og hin skemmtilegi laugardagsmarkaður, einnig er La Zenia mallið, verslanir og veitingastaðir í göngufæri.  Komið er inn í fallega og bjarta stofu sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið, í stofunni er sjónvarp, tungusófi, sófaborð og arinn.  Loftkæling er í stofunni og í húsinu er WiFi internet, bækur til að lesa og fjölmargar sjónvarpstöðvar í boði.  Út frá stofunni er hægt að ganga beint út á kósý verönd fyrir framan húsið þar sem eru borð og stólar.
Eldhúsið er vel búið með uppþvottavél, örbylgjuofni, Dolce Gusto kaffivél, brauðrist, samlokugrill, hraðsuðukatli, ísskáp með frystihólfi og öllum helstu áhöldum til matargerðar.  Út frá eldhúsi er gengið út í bakgarð og þar er geymsla, þvottahús, sturta og auka salerni. Barnamatarstóll er í húsinu. Gasgrill er í húsinu.

Svefnherbergin eru þrjú

Hjónaherbergi er á 2. hæð með hjónarúmi, loftkælingu, viftu í lofti, kommóðu, fataskáp, sjónvarpi  og útgengi á litlar svalir með fallegu útsýni yfir sameignina.
Gestaherbergi er á 2. hæð með hjónarúmi og einu einstaklingsrúmi, viftu í lofti, kommóðu og fataskáp. Einnig er barnaferðarúm fyrir ungabarn.
Hjónasvíta er á 3. hæð það er mjög stórt herbergi með hjónarúmi, kommóðu, fataskáp, loftkælingu, sjónvarpi, sér salerni með sturtu og útgengi á suðursvalir sem eru alveg prívat.

Baðherbergin eru tvö

Á 2. hæð er rúmgott baðherbergi með WC, tvöföldum vaski, hárblásara og góðri sturtu.
Á 3. hæð er baðhebergi innaf hjónasvítu með WC, vaski og sturtu.
Baðhandklæði eru fyrir gesti, einnig eru strandhandklæði sem gestum er velkomið að nota.  Aukasalerni með sturtu og WC er í þvottahúsi.

Svalir og sameiginlegur sundlaugargarður

Á annarri hæð eru svalir út frá svefnherbergi.  Á þriðju hæð hússins eru góðar svalir sem snúa í suður. Sólbekkir eru til afnota fyrir gesti.
Út frá verönd fyrir framan húsið er farið í sameiginlega sundlaugargarðinn. Þar er stór sundlaug, barnalaug, sturtur og gott pláss fyrir sólbekki.