Nánari lýsing

Azahar IV nr. 765

Frábær íbúð á besta stað mjög stutt frá LAS RAMBLAS golfvellinum, verslanir og veitingastaðir í göngufæri frá íbúðinni.
Lyfta, stæði í bílageymslu og Wifi innifalið í leiguverði.  Loftkæling í báðum svefnherbergjum og í stofu.
Björt og falleg stofa með tveimur sófum, sjónvarpi með alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum, borðstofuborði og 4 stólum og opið er inní rúmgott eldhús.  Eldhúsið er fullbúið, með ísskáp, ofni, kaffivél, ristavél, blandara, hraðsuðukatli, uppþvottavél og þvottavél.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergi með hjónarúmi, góðum fataskápum, loftkælingu, viftu í lofti og innangengt inná baðherbergi með baðkari.
Gestaherbergi með tveimur einstaklingsrúmum, góðum fataskápum, lofkælingu og viftu í lofti.

Baðherbergin eru tvö

Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, vaski og baðkari með sturtuaðstöðu.
Annað baðherbergi er við gestaherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði eru fyrir gesti og einnig er hárblásari.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.

Svalir, sundlaugargarður og frítt í líkamsrækt

Stór sundlaug er aðeins nokkur skref frá íbúðinni með frábæru útisvæði, njótið morgunsólarinnar á einkasvölum, þar eru borð og stólar.
3 golfvellir eru nálægt, fallegar göngu og hjólaleiðir og ströndin er í 5 km fjarlægð.
Stutt er í alla þjónustu, verslanir og veitingastaði, golf og mini golf, líkamsrækt, La Zenia mollið ofl.
Ókeypis aðgangur í líkamsrækt sem er í 1,8km fjarlægð.