Nánari lýsing

Stofa, borðstofa og eldhús

Björt og falleg stofa með 2 góðum sófum og 2 stökum stólum, stórt og gott borðstofuborð með stólum fyrir 8 manns. Út frá stofunni eru tvær litlar suðursvalir sem vísa út á Calle Ferran með æðislegu útsýni. WIFI er í íbúðinni og loftkæling í stofu og svefnherbergisgangi.

Eldhúsið er opið með eldhúskrók og öllum helstu áhöldum til matargerðar. Stór ísskápur með frystihólfi, gaseldavél, uppþvottavél, ristavél, kaffivél og blandara. Borðbúnaður er fyrir 8 manns.

Svefnherbergin eru þrjú

Svefnherbergin eru þrjú í hinum enda íbúðarinnar, burt frá skarkala götunnar, og vísa inní mjög hljóðleg innri “patio”.  Öll herbergin eru með nýjum hjónarúmum og einnig er efri koja í einu þeirra með 140cm. breiðri dýnu sem hentar því vel fyrir 2-3 börn. Barnaferðarúm er einnig til staðar.

Baðherbergi

Baðherbergið er með salerni, vaski og baðkari með sturtuaðstöðu.

Staðsetning

Staðsetningin er eins miðsvæðis eins og hugsast getur en allar helstu nauðsynjar eru í göngufæri. Hverfið er þekkt fyrir mikið af skemmtilegum kaffihúsum og veitingastöðum. Stómarkaður er á næsta horni, ströndin er í 10 mínútna göngufæri, og ef það á að ferðast eitthvað lengra um borgina þá eru bæði græna og gula línan á næsta horni.

Íbúðin er sérstaklega vel skipulögð og hentar fullkomnlega fyrir par, tvö pör eða fjölskyldu með börn. Svefnpláss er fyrir 6-8 manns. Falleg, mjög björt og vel skipulögð 136fm íbúð í miðju gotneska hverfinu í húsi byggðu 1852. Íbúðin er á fjórðu hæð á skemmtilegu göngugötunni Calle Ferran, sem tengir saman Römbluna og Plaza St. Jaume torgið