Nánari lýsing

Recidencial Bidasoa 1

Glæsilegt einbýlishús með einkasundlaug fyrir stórfjölskylduna eða vinahópinn í Villamartin hverfinu á Torreviejasvæðinu.  Um 10 min rölt er frá húsinu upp í lítinn verslunarkjarna þar sem finna má m.a. matvöruverslunina Aldi og aðra þjónustu.  Í um 10 min akstri frá húsinu má finna nokkra vinsæla þjónustukjarna eins og Villa Martina Plaza þar sem eru margir vinsælir barir og veitingastaðir. Einnig er ekki nema um 15 min akstu niður í hina margfrægu verlsunarmiðstöð Zenia Boulevard.
Komið er inn á aðalhæðina sem er björt með fallegri stofu, borðstofu og eldhúsi með amerískum ísskáp og öllum helstu áhöldum til matargerðar. Frá stofu er stór rennihurð út í garðinn umhverfis húsið. Í kjallara þar sem eru 3 herbergi og baðherbergi er einnig setustofa með svefnsófa og sjónvarpi.

Svefnherbergin eru sex

Herbergi á fyrstu hæð er rúmgott með hjónarúmi, fataskáp og innangengt inná sér baðherbergi.  Tvö svefnherbergi eru á annari hæð húsins bæði með hjónarúmi, fataskáp og innangengt inná sér baðherbergi. Frá öðru svefnherberginu er hægt að ganga út á svalir og þaðan er gengið upp á þaksvalir.  Gengið frá stofunni niður í  kjallara með litlum gluggum þar sem eru þrjú svefnherbergi, eitt með hjónarúmi og tvö með tveimur einstaklingsrúmum og baðherbergi.

Baðherbergin eru fjögur

Fjögur baðherbergi eru í húsinu og eru þrjú þeirra innaf svefnherbergjum. Góð sturta, salerni, vaskur og innrétting með skúffum.
Baðhandklæði fylgja í leigu en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd.

Svalir, garður og einkasundlaug

Mjög stór afgirtur garður er í kringum húsið með einkasundlaug, útisturtu, stóru matarborði með 14 stólum og sólbekkjum.  Á annarri hæð eru svalir út frá svefnherbergi með stólum og borði, þaðan er síðan farið uppá þaksvalirnar þar sem er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum, sófasetti, kæliskáp og glæsilegu útsýni. Þetta er frábær aðstaða fyrir stórar fjölskyldur eða vinahóp til að njóta saman.