Nánari lýsing

Endaraðhús með tveimur íbúðum á sitt hvorri hæðinni

Tilvalið fyrir stórfjölskylduna, fjögur vinahjón eða golfara.  Fallegt 104fm endaraðhús með tveimur íbúðum sem hver um sig hefur sér inngang, neðri hæð og efri hæð ca. 50fm hvor.
Gistiaðstaða fyrir 8-12 manns + ungabarn í heildina. Hægt er að leigja allt húsið eða eingöngu aðra íbúðina.  Húsið er við rólega og fallega götu sem er aflokuð með hliði.  Flísalögð verönd í suður og vestur og æðislegar 46fm þaksvalir.  Garðhúsgögn verða endurnýjuð fyrir sumarið 2019 og grill keypt fyrir húsið.
Innan við 3 mín göngufjarlægð er á veitingastaði, verslanir og ýmsa aðra þjónustu. Um 5-10 mín akstur er á næstu strönd og á golfvelli.  Um 20 mín gangur er í La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina. Um 45-50 mín akstur er frá Alicante flugvelli og um 10 mín frá Torrevieja.

Stofa, eldhús og borðstofa

Í hvorri íbúð eru góðar stofur og opið er inní eldhúsið sem eru vel búin með ísskáp með frystihólfi, örbylgjuofni, kaffivél, ristavél, hraðsuðukatli og öllum helstu áhöldum til matargerðar.
Góður nýr svefnsófi er í báðum íbúðum, frítt wifi og sjónvarp (smartTV). Nýjar loftkælingar eru í stofum.

Svefnherbergin eru fjögur

Í íbúðunum eru ný gæðarúm í íslenskum stærðum og nýjar loftkælingar í öllum svefnherbergjum.
Í hvorri íbúð eru tvö svefnherbergi og svefnaðstaða er fyrir tvo í hverju svefnherbergi, annarsvegar hjónarúm og hinsvegar tvö einstaklingsrúm sem hægt er að færa saman.
Auk þess geta tveir sofið í svefnsófa í stofum.  Eitt ungbarnarúm er til staðar fyrir húsið og rúmföt fylgja.

Baðherbergin eru tvö

Íbúð neðri hæð er með baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu, salerni og vaski.
Íbúð efri hæð er með baðherbergi með salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og vaski.
Handklæði fylgja en gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að fara með á ströndina.

Svalir, garður og sameiginleg sundlaug

Sameiginleg sundlaug fyrir götuna er staðsett skáhalt á móti húsinu.
Kringum húsið er sér afgirtur flísalagður garður/verönd í suður og vestur, litlar vestursvalir og stórar (46 fm) sólarsvalir á þaki.
Af sólarsvölum er hægt að horfa yfir sundlaugina sem er einkar þægilegt fyrir barnafólk. Þar er einnig turnhús þar sem hægt er að hvíla sig á sólinni á daginn eða sitja inni á kvöldin og njóta útsýnisins yfir næsta nágrenni.  Fyrir sumarið 2019 verða garðhúsgögn endurnýjuð og keypt grill fyrir húsið.

Las Mimosas

Las Mimosas

Gróið íbúðahverfi þar stutt er í alla helstu þjónustu.


Nánar..