Nánari lýsing

Stofa, borðstofa og eldhús

Á jarðhæð er björt og falleg stofa ásamt borðstofu, eldhúsið er rúmgott og þar er stór ísskápur með frysti, uppþvottavél, blandari, samlokugrill, Nespresso kaffivél, Sodastreem tæki, ristavél og öll helstu áhöld til matargerðar. Borðbúnaður er fyrir 8 manns og matarstóll fyrir barn.
Út frá stofunni er hægt að ganga beint út á veröndina fyrir framan húsið,  þar eru falleg útihúsgögn, sófasett, gasgrill, markísa og alveg yndislegt að sitja úti og njóta blíðunnar á Spáni.  WiFi internet er í húsinu.

Svefnherbergin eru þrjú

Á annari hæð eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og í hinu eru tvö einstaklingsrúm. Út frá hjónaherbergi er hægt að ganga út á litlar suðursvalir.
Á þriðju hæð er eitt svefnherbergi og þar eru 2 einstaklingsrúm og útgengi á svalir.
Öll svefnherbergin eru með loftkælingu.  Sængur, koddar og rúmföt fylgja og einnig er gott barnaferðarúm fyrir ungabarn. Í húsinu er einnig McLaren barnakerra með góðum skerm og hægt er að halla bakinu alveg niður og sofa í henni.

Baðherbergi og þvottahús

Á jarðhæð er lítið baðherbergi með salerni, vaski og sturtu. Hárblásari og sléttujárn er í húsinu.
Á annari hæð er gott baðherbergi með salerni, vaski, baðkari með sturtuaðstöðu og lítilli innréttingu.
Baðhandklæði fyrir gesti fylgja með leigunni þ.e.a.s. eitt stórt og eitt lítið pr. rúmstæði og einnig eru strandarhandklæði sem gestir geta notað.
Út frá eldhúsi er yfirbyggt rými/geymsla, þar er útisturta, þvottavél, hreinlætisáhöld og m.a. kælibox, roller fyrir ströndina eða markaðinn, stólar fyrir ströndina, leikföng og fleira.

Svalir, sundlaugargarður og hverfið

Á annari hæð eru litlar svalir og á þriðju hæð hússins eru góðar sólarsvalir,  þar eru borð, stólar og sólhlíf.
Mjög fallegur sameiginlegur sundlaugargarður fylgir húsinu, þar er stór og góð sundlaug, sturtur og frábær aðstaða til að slaka á við laugina. Í húsinu eru sólstólar, kælibox, strandtaska, spil og leikföng sem gestum er velkomið að nota. Í húsinu er reiðhjól sem gestum er velkomið að nota, 2 fullorðins og 2 barna.
Húsið er mjög vel staðsett og ekki er nauðsynlegt að hafa bílaleigubíl. Verslanir, veitingastaðir, apótek, heilsugæsla, bankar og göngugatan í Cabo Roig eru rétt fyrir ofan og einnig er markaður í hverfinu á fimmtudögum. Ströndin og göngustígar meðfram henni eru rétt fyrir neðan húsið.

 

 

Cabo Roig

Cabo Roig

Cabo Roig hverfið er fyrir neðan hraðbrautina og er mjög vinsælt hverfi þar sem allt er til alls, þar er hin vinsæla göngugata sem stundum er kölluð „The Golden Mile“ og þar er alltaf mikið mannlíf og gaman að rölta um. Mikið úrval veitingastaða og ekki má gleyma öllum Kínabúðunum þar sem allt fæst fyrir ekki neitt, síðan er ströndin þarna rétt fyrir neðan og hægt að rölta þangað.
Í hverfinu er matvöruverslunin Consum, heilsugæsla, markaður á fimmtudögum og fjöldin allur af veitingastöðum.

Frábærir golfvellir eru mjög stutt frá, Las Ramblas, Villamartin, Campoamor og Las Colinas svo einhverjir séu nefndir.

https://www.youtube.com/watch?v=QyptMpnPNvM


Nánar..