Nánari lýsing

Stofa, borðstofa og eldhús

Íbúðin sem er staðsett í lyftuhúsi er öll nýmáluð og var allt tekið í gegn í febrúar 2017. Íbúðin er á mjög góðum stað í göngugötunni í Cabo Roig þar sem fjölmargir veitingastaðir frá öllum heimshornum eru staðsettir og mikið mannlíf á daginn og kvöldin. Stutt er að rölta niður á baðströndina í Cabo Roig sem hefur verið verðlaunuð sem ein besta baðströndin á Costa Blanca strandlengjunni. Heilsugæslustöð er í næsta húsi og Consum matvöruverslunin er í 4 – 5 mín göngufæri, einnig er markaður á fimmtudögum í hverfinu.

Komið er inní opið rými þar sem er falleg stofa, borðstofa og eldhús og er loftkæling í stofunni. Út frá stofunni er hægt að ganga út á svalir sem snúa í suður, þar eru borð, stólar og gott að slaka á í sólinni og láta fara vel um sig. Niðri í sameign/setustofu er WiFi sem gestir geta notað þeim að kostnaðarlausu.

Eldhúsið er vel búið með örbylgjuofni, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli, ísskáp með frystihólfi og öllum helstu áhöldum til matargerðar.  Borðbúnaður er fyrir 6 manns.

Svefnherbergin eru þrjú

Hjónaherbergið er með hjónarúmi, loftkælingu, fataskáp og útgengi á svalir með fallegu útsýni, á svölunum eru borð og stólar.
Hin tvö svefnherbergin eruð bæði með tveimur einstaklingsrúmum, fataskáp og viftu í lofti.
Sængur eru í íbúðinni til að nota á vorin og haustin og rúmföt fylgja.

Baðherbergi

Gott baðherbergi með WC, vaski og nýrri sturtu.
Baðhandklæði fyrir hvern gest þ.e.a.s. eitt stórt og eitt lítið fylgja hverri leigu, en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd.

Svalir, garður og sameiginleg sundlaug

Út frá stofu og hjónaherbergi eru svalir, einnig eru mjög stórar þaksvalir yfir öllu húsinu með gríðarlega fallegu útsýni yfir allt hverfið.
Mjög stór og fallegur sundlaugargarður er í sameign sem gestir hafa aðgang þar, þar má finna góða sundlaug, barnalaug og sturtur og þar niðri er frábær aðstaða til að sóla sig og slaka á við sundlaugarbakkann.

Hverfið og næsta umhverfi

Frábær verðlaunuð baðströnd í Cabo Roig í 10 mínútna göngufjarlægð.
Í hverfinu eru heilsugæslustöð í næsta húsi, matvöru og sérvöruverslanir, bakarí, bankar, hárgreiðslustofur svo eitthvað sé talið.
Nýja verslunarmiðstöðin Zenia Boulevard er í um 5 mínútna akstursfjarlægð. https://www.youtube.com/watch?v=khWHAIQUZnM
Í svipaðri fjarlægð 5 – 7 mínútna akstursfjarlægð eru 4 stórir og góðir golfvellir, Villamartin, Campoamor Las Ramblas og Las Colinas

 

Cabo Roig

Cabo Roig

Cabo Roig hverfið er fyrir neðan hraðbrautina og er mjög vinsælt hverfi þar sem allt er til alls, þar er hin vinsæla göngugata sem stundum er kölluð „The Golden Mile“ og þar er alltaf mikið mannlíf og gaman að rölta um. Mikið úrval veitingastaða og ekki má gleyma öllum Kínabúðunum þar sem allt fæst fyrir ekki neitt, síðan er ströndin þarna rétt fyrir neðan og hægt að rölta þangað.
Í hverfinu er matvöruverslunin Consum, heilsugæsla, markaður á fimmtudögum og fjöldin allur af veitingastöðum.

Frábærir golfvellir eru mjög stutt frá, Las Ramblas, Villamartin, Campoamor og Las Colinas svo einhverjir séu nefndir.

https://www.youtube.com/watch?v=QyptMpnPNvM


Nánar..