Nánari lýsing

Stofa, borðstofa og eldhús

Húsið er á mjög góðum stað í Villamartin hverfinu og ekki tekur nema 10 mínutur að labba á Villamartin Plaza torgið þar sem fjölmargir góðir veitingastaðir eru.  Flottur sameiginlegur sundlaugargarður með sundlaug er í sameign sem gestir hafa aðgang að.

Komið er inn í opið rými sem er stofa og borðstofa, í stofunni er góður svefnsófi og þaðan er síðan gengið inní eldhúsið.  Frá eldhúsinu er smá geymsla og þar er þvottavélin og hægt að ganga út í garðinn við húsið, þar er gott borð, stólar, sófasett og 2 sólbekkir og frábær aðstaða til að borða úti og njóta blíðunnar.  Loftkæling og loftvifta er í stofunni.

Eldhúsið er með uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli, ísskáp með frystihólfi og öllum helstu áhöldum til matargerðar.  Borðbúnaður í húsinu er fyrir 8 manns.

Svefnherbergin eru þrjú

Svefnherbergi á 1. hæð er með hjónarúmi, loftkælingu, viftu í lofti og góðum fataskáp.
Tvö svefnherbergi eru á 2 hæð, annað með 2 einstaklingsrúmum, loftkælingu, góðum skápum, kommóðu og útgengi á fínar svalir. Hitt herbergið er með hjónarúmi, loftkælingu, viftu í lofti,  góðum skápum og kommóðu.

Sængur, koddar og rúmföt fylgja með uppábúnum rúmum.

Baðherbergin eru tvö

Á 1. hæð er lítið baðherbergi með salerni, vaski og sturtu.
Á 2. hæð er rúmgott baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu, salerni og vaski.

Baðhandklæði fyrir hvern gest þ.e.a.s. eitt stórt og eitt lítið fylgja hverri leigu, en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd. Hárblásari er í húsinu.

Svalir, garður og sameiginleg sundlaug

Á annarri hæð eru svalir út frá svefnherbergi.

Stór og góð verönd er fyrir framan húsið með góðri aðstöðu til að borða úti og slaka á í sólinni.  Sameiginlegur sundlaugargarður er í sameign sem gestir hafa aðgang að, þar er  sundlaug, sturtur og gott pláss fyrir sólbekki.

Villamartin

Villamartin

Gróinn bæjarhluti þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Steinsnar á ströndina.

Við Villamartin eru fjórir 18 holu golfvellir og fullt af frábærum veitingastöðum.

Stutt í nýju og glæsilegu verslunarmiðstöðin La Zenia Boulevard.


Nánar..