Nánari lýsing

Recidencial Entre Golf R4 – íbúð nr. 411

Neðri sérhæð í Los Almendros hverfinu ofarlega í Villamartin,  rúmgóður garður fyrir framan húsið sem snýr í norður en er engu að síður sólríkur frá vori og fram á haust. Þar er sófasett, borð, stólar, gasgrill, pizzaofn, útisturta og sólbekkir. Frá garði er gengið inn í glerskála með borðstofu og þaðan inní alrými íbúðar með fallegri stofu og eldhúsi. Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi og sjónvarp. Loftkæling og wifi er til staðar.  Stór sameiginlegur sundlaugargarður í lokuðum og læstum garði, þar er sundlaug með barnalaug, sturtur og aðstaða til að sóla sig og njóta.
Eldhúsið er vel búið með amerískum ísskáp með klakavél og frystihólfi, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, sodastream, hraðsuðukatli og öll helstu áhöld til matargerðar eru til staðar.

Svefnherbergin eru þrjú

Hjónaherbergið er með hjónarúmi og góðum fataskápum.
Gestaherbergi með tveimur einstaklingsrúmum og fataskápum.
Svefnherbergi með kojum, neðri kojan er tvíbreið og sú efri einbreið.
Öll svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum. Sængur, koddar og rúmföt fylgja.

Baðherbergin eru tvö

Bæði baðherbergin eru með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði fylgja leigu, og einnig er hárblásari og sléttujárn í húsinu.