Nánari lýsing

Villamartin – Entre Golf R4 – 493

Falleg endaíbúð á jarðhæð sem er staðsett í fjölskylduvænum íbúðakjarna í Villamartin hverfinu. Góð afgirt stór einkalóð er við húsið með frábærri sólbaðsaðstöðu og sundlaugagarðurinn er í lokuðum og læstum garði fyrir aftan húsið og því öruggur fyrir börnin.  Stutt er í helstu þjónustu eins og matvöruverslun, veitingastaði.  Frábærir golfvellir eru innan við 5-10 mínutna akstri frá húsinu. Aðeins 5-10 mínútna göngutúr að Aldi súpermarkaðinum þar sem er auk þess kaffihús og Kínamarkaður
Íbúðin er á jarðhæð og gengið er inn í rúmgóða stofu með sófa, sjónvarpi, loftkælingu og viftu í loftinu.  Eldhús með  helstu áhöldum og tækjum.   Fyrir framan og aftan íbúðina er flísalögð verönd og stór sérgarður með útihúsgögnum.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergið er með hjónarúmi, loftkælingu, viftu i lofti og góðum fataskápum.  Gestaherbergi með tveimur einstaklingsrúmum, loftkælingu, viftu i lofti og fataskápum.
Ungbarnaferðarúm og hár barnamatarstóll er í íbúðinni.  Hægt að koma fyrir aukarúmgrind með dýnu fyrir tvo sem er í geymslunni.

Baðherbergin eru tvö

Tvö baðherbergi, annað með sturtu og hitt með baðkari með sturtuaðstöðu,  salerni, vaski og innréttingu.
Baðhandklæði fylgja leigu, og einnig er hárblásari í húsinu.