Nánari lýsing

Flamenca Village íbúð 80

Glæsileg 2 svefnherbergja íbúð á 1.hæð í hinum glæsilega Flamenca Village kjarnanum í Playa Flamenca.  Íbúðin er öll hin glæsilegasta með öllum þeim búnaði sem þarf til að gera dvölina sem ánægjulegasta,  í göngufjarlægð frá ströndinni sem og allri helstu þjónustu.  Í kjarnanum er upphituð sundlaug, barnalaug, líkamsrækt og sundlaugarbar.  La Zenia Boulevard mollið er í göngufjarlægð og fullt af flottum golfvöllum stutt frá.  Íbúðinni fylgir bílastæði í bílastæðahúsi.
Falleg stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið sem er vel búið með helstu áhöldum til matargerðar.  Frá stofu og hjónaherbergi er rennihurð út á mjög stórar svalir.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með þremur rúmgóðum svefnherbergjum. Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og innangengt er inná baðherbergi með sturtu.
Gestaherbergi einnig með hjónarúmi og fataskápum.

Baðherbergin eru tvö

Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.  Hitt baðherbergi er með salerni, vask, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Baðhandklæði fylgja fyrir gesti og einnig er hárblásari.Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.