Nánari lýsing

Íbúð í miðbæ Torrevieja mjög stutt frá ströndinni og allri þjónustu

Íbúðin er á fyrstu hæð í fjölbýli í miðbæ Torrevieja með svölum út frá stofunni og í sameign hússins eru þaksvalir sem gestum er velkomið að nota. Íbúðin er mjög vel staðsett og ekki tekur nema 2-3 mín að labba niður á Playa del Cura ströndina, einnig er stutt að labba í matvöruverslun og veitingastaði.  Miðbærinn í Torrevieja er í göngufjarlægð frá íbúðinni og þar má finna Tívolí, verslanir, markað og veitingastaði.  Habaneras verslunarmiðstöðin og Aquapolis sundalaugargarðurinn eru einnig í aðeins 30 mín göngufæri frá íbúðinni.  Falleg íbúð á góðum stað og stutt í allt mannlífið sem Torrevieja hefur uppá að bjóða.

Stofa, borðstofa og lítið eldhús

Stofan er með loftkælingu, sófa og hægindastól, Smart TV sjónvarpi með fjölmörgum sjónvarpsstöðvum og borðstofusetti.  Wifi internet er í íbúðinni og fylgir það frítt með.
Eldhúsið er opið yfir í stofuna og þar er ísskápur með frysti, kaffivél, ristavél, airfryer, örbylgjuofn. þvottavél, og öll helstu áhöld til matargerðar.

Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi

Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum, hjónaherbergi með hjónarúmi, fataskápum, loftkælingu og viftu í loftinu.
Hitt svefnherbergið er á ganginum þar sem komið er inní íbúðina,  þar eru tvö einstaklingsrúm, loftkæling, loftvifta, fataskápur og hægt að opna út á patio þar sem eru snúrur og smá geymsla.  Sumarsængur, koddar og rúmföt fylgja fyrir gesti.
Baðherbergið er með góðri sturtu, salerni og vaski.  Hárblásari er í íbúðinni og baðhandklæði fyrir gesti fylgja með leigunni.

Torrevieja svæðið

Íbúðin er á flottum stað í Torrevieja og ekki er nauðsynlegt að hafa bílaleigubíl.  Í Torrevieja er frábært mannlíf í miðbænum og við ströndina alla daga, verslanir, veitingastaðir og Tivolí eru í göngufæri við íbúðina og mjög stutt að labba á ströndina.  Habaneras verslunarmiðstöðin, Carrefour búðin, föstudagsmarkaðurinn og Aquapolis vatnsrennibrautagarðurinn eru í ca. 30 mín göngufjarlægð frá íbúðinni.