Nánari lýsing

Recidencial Gala 72

Mjög falleg og vel útbúin íbúð á fyrstu hæð, íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, tvö svefnherbergi, stofu og baðherbergi.
Rúmgóðar svalir með fallegu útsýni og útihúsgögn.  Stór sundlaugagarður með barnalaug og tveimur heitum pottum.
Garðurinn er sérstaklega fallegur með stórri sundlaug, tveimur nuddpottum, barnasundlaug og leikvelli fyrir börnin.  Sér bílastæði fylgir í bílastæðahúsi.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum, hjónherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og útgengi út á svalirnar.  Gestaherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum og góðum fataskáp.  Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum.  Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og haustin.

Baðherbergi

Fallegt baðherbergi með salerni, vaski, sturtu, hárblásara og innréttingu. Baðherberginu er skipt upp með lokuðum rennihurðum svo hægt er að nota sturtu og salerni á sama tíma.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina

Villamartin hverfið og aðrar eignir stutt frá

Íbúðin er vel staðsett í Villamartin þar sem stutta er í alla afþreyingu og þjónustu.  Veitingastaðir og verslanir í göngufæri og La Zenia verslunarsmiðstöðin rétt hjá.  Við erum með tvær íbúðir í GALA kjarnanum sem er tilvalið fyrir fjölskyldur eða stærri hópa að bóka saman. Einnig erum við með íbúðir stutt frá í Villamartin Gardens, Mirador, Green Hills og Vista Azul svo dæmi sé tekið og er stutt að labba á milli þeirra.  Frábær kostur ef nokkrar fjölskyldur eru að ferðast saman.