Nánari lýsing

Hof 22

Á fyrstu hæð er góð stofa ásamt borðstofu, þar er sjónvarp, DVD spilari og útvarp með CD spilara.
Svefnsófi er í stofunni og þaðan er síðan hægt að ganga beint út á flísalagða verönd fyrir framan húsið, þar eru sólbekkir, borð og stólar.
Gott eldhús er á 1. hæð, bjart og vel búið með ísskáp og frystihólfi. Í eldhúsinu er uppþvottavél, þvottavél, kaffivél, brauðrist, blandari, hraðsuðuketill, örbylgjuofn og öll helstu áhöld til matargerðar. Borðbúnaður er fyrir 8 manns og einnig er matarstóll fyrir ungabörn.
Út úr eldhúsi er hægt að ganga út í bakgarðinn við húsið sem er flísalagður, þar eru borð, stólar, gasgrill og góð aðstaða til að borða úti. Í mars 2022 voru settar glænýjar lofkælingar í allt húsið.

Svefnherbergin eru þrjú og öll á sömu hæð

Herbergi nr. 1 er með hjónarúmi, loftkælingu og góðum skápum með skúffum.
Herbergi nr. 2 er með tveimur einstaklingsrúmum, loftkælingu og góðum skápum með skúffum.
Herbergi nr. 3 er með þremur kojum og hentar því vel fyrir allt að 3 börn.
Sængur, koddar og rúmföt fylgja og einnig er gott barnaferðarúm fyrir ungabörn.

Baðherbergin eru tvö

Á 1. hæð er lítið baðherbergi með salerni, vaski og sturtu.
Á 2. hæð er gott baðherbergi með salerni, vaski, baðkari með sturtu, lítilli innréttingu og hillum.
Baðhandklæði fylgja húsinu og einnig er hárblásari, en gestir eru beðnir um að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.

Svalir og sundlaugargarður

Á þriðju hæð hússins eru góðar þaksvalir með útsýni til sjávar.  Stór sameignilegur sundlaugargarður er inná milli húsanna, þar er sundlaug með barnalaug og sturtur, þangað er hægt að fara með sólbekki og slaka á við sundlaugina.
Í húsinu eru bækur, spil, leikföng, barnaleikföng fyrir strandferðirnar og barnakerra sem gestir geta notað í fríinu.