Nánari lýsing

Las Calitas 3D

Íbúðin er á frábærum stað alveg við ströndina við Calle del Mar götuna í Cabo Roig, matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, fimmtudagsmarkaðinn, fjölmarga golfvelli og yfir í La Zenia verslunarmiðstöðina.  Íbúðin er vel skipulögð, WiFi, loftkæling, góð rúm og allt til alls.  Eldhúsið er með ísskáp, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og helstu áhöldum til matargerðar.  Falleg björt stofa/borðstofa með borðstofusetti, sófa, sjónvarpi, loftviftu, góðum skáp og opið er inní eldhúsið. Þvottahús er með þvottavél og vaski.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og loftkælingu.
Svefnherbergi er með tveimur einstaklingsrúmum sem einnig má setja saman sem hjónrúm, fataskáp og lofkælingu.
Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann.

Baðherbergi

Baðherbergi með salerni, vaski, innréttingu og  baðkari með sturtuaðstöðu.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.

Svalir, þaksvalir og sundlaugargarður

Innangengt er úr íbúðinni upp á tvennar þaksvalir með fallegu útsýni til sjávar þar eru stólar, borð, sólhlíf, tveir sólbekkir og kolagrill. Einnig eru tveir léttir sólbekkir til að taka með niður í garðinn að sundlauginni.  Frá stofu er rennihurð út á litlar svalir með sjávarútsýni og þar eru borð, stólar og sólhlíf.