Nánari lýsing
Las Vistas 5
Las Vistas er fallegt og vel skipulagt parhús á tveimur hæðum. Komið er inn í rúmgóða stofu sem einnig er borðstofa, í stofunni er góður hornsófi, Smart TV svo gestir geta td. skráð sig inná sitt NETFLIX, SONOS hátalari og opið er yfir í borðstofuna sem er með fallegu borðstofusetti. Frá stofunni er hægt að ganga út á rúmgóða flísalagða verönd sem er fyrir framan húsið og snýr beint á móti sundlauginni, þar eru sólbekkir, borð, stólar, Weber gasgrill og markísa.
Rúmgott eldhús er á neðri hæðinni það er vel búið með ísskáp, uppþvottavél, Nespresso kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og öll helstu áhöld til matargerðar. Borðbúnaður í húsinu er fyrir 8 manns og einnig er matarstóll fyrir barn. Frá eldhúsi er þvottahús og aðstaða til að hengja upp þvott og smá geymsla. Þar er einnig góð sturta sem gott er að nýta þegar komið er inn frá sundlaugargarðinum. Frá þvottahúsi er einnig hægt að ganga út á veröndina við húsið.
Svefnherbergin eru þrjú
Húsið er með þremur svefnherbergjum og er með gistingu fyrir 6 manns + ungabarn. Sængur eru í húsinu til að nota á vorin og haustin og einnig er barnaferðarúm og aukabeddi sem nota má fyrir barn. Nýjar dýnur voru settar í öll rúm 2016 og nýjar loftkælingar eru í öllum svefnherbergjum.
Svefnherbergið á neðri hæðinni er með tveimur einstaklingsrúmum sem einnig má setja saman sem hjónarúm, loftkælingu, viftu í lofti og skápum. Á efri hæð eru síðan tvö svefnherbergi annað með tveimur einstaklingsrúmum sem einnig má setja saman sem hjónarúm, loftkælingu og góðum skápum með skúffum. Þriðja herbergið er með koju sem er tvíbreið að neðan 120×90 og einbreið 90×90 að ofan, loftkæling er í herberginu fataskápur og kommóða. Hægt er að ganga út á rúmgóðar svalir frá báðum herbergjunum á efri hæðinni þar eru borð og stólar og gott útsýni yfir garðinn.
Baðherbergin eru tvö
Á 1. hæð er lítið baðherbergi með salerni, vaski, sturtu, lítilli innréttingu og hárblásara.
Á 2. hæð er gott baðherbergi með salerni, vaski, sturtu, lítilli innréttingu og hillum.
Baðhandklæði fylgja leigu, gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Verönd, svalir og sundlaugargarður með leikvelli fyrir börnin
Á annari hæð hússins eru mjög góðar svalir með borði og stólum og útsýni yfir garðinn.
Stór flísalögð einka verönd er fyrir framan húsið, þar eru sólbekkir, borð, stólar, Weber gasgrill, markísa og gott pláss til að sóla sig og borða úti.
Stór sameiginlegur sundlaugargarður er fyrir framan húsið í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að.
Þar er sundlaug með barnalaug, sturtur og einnig er skemmtilegt leiksvæði fyrir börnin með rólum og rennibraut.
Garðurinn er einstaklega fallegur, mjög fjölskylduvænn og húsið er vel staðsett í garðinum.
Aðrar eignir stutt frá
Við erum með nokkrar íbúðir, raðhús og einbýlishús í Lomas de Cabo Roig hverfinu til leigu, svo lítið mál ef hópurinn er stór að bóka fleiri ein eitt hús og rölta síðan á milli.