Nánari lýsing

Macarena 60

Casa Macarena 60 er fallegt endaraðhús í Torreta III hverfinu með góðri verönd fyrir framan og við hlið húsins.
Á jarðhæð er björt og falleg stofa ásamt borðstofu, eldhúsið er rúmgott og þar er stór ísskápur með frysti, kaffivél, ristavél, örbylgjuofn og öll helstu áhöld til matargerðar. Borðbúnaður er fyrir 8 manns og matarstóll fyrir barn. Í stofunni er góður svefnsófi frá þar sem er svefnpláss fyrir tvo, þar er loftkæling og vifta í loftinu.
Út frá stofunni er hægt að ganga beint út á veröndina fyrir framan húsið,  þar eru falleg útihúsgögn, sólbekkir og alveg yndislegt að sitja úti og njóta blíðunnar á Spáni.  WiFi internet er í húsinu og fylgir það frítt með, einnig eru moskító net í öllum gluggum.

Svefnherbergin eru tvö

Á annari hæð eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og í hinu herberginu eru tvö einstaklingsrúm. Út frá hjónaherbergi er hægt að ganga út á svalir.  Bæði herbergin eru með loftkælingu og viftu í lofti.  Sumarsængur, koddar og rúmföt fylgja og einnig er barnaferðarúm fyrir ungabarn.

Baðherbergin eru tvö

Á jarðhæð er baðherbergi með salerni og vaski, hárblásari er í húsinu.
Á annari hæð er gott baðherbergi með salerni, vaski, baðkari með sturtuaðstöðu og lítilli innréttingu.
Baðhandklæði fyrir gesti fylgja.

Svalir, sundlaugargarður og hverfið

Á annari hæð eru svalir út frá hjónaherberginu með útsýni yfir sundlaugargarðinn.
Mjög fallegur sameiginlegur sundlaugargarður fylgir húsinu, hann er alveg lokaður af og þar inn fara aðeins húseigendur og gestir þeirra, þar er góð sundlaug, sturtur og frábær aðstaða til að slaka á við laugina.
Húsið er í TORRETA III hverfinu í Torrevieja og er mjög vel staðsett, ekki er nauðsynlegt að hafa bílaleigubíl. Verslanir og veitingastaðir eru í göngufæri við húsið.  Habaneras verslunarmiðstöðin og stóra Carrefour búðin eru í ca. 10-15 mín göngufjarlægð frá húsinu. Í miðbæ Torrevieja er skemmtilegt tívolí og sölubásar með allskonar varning,  einnig er stór markaður á föstudögum. Í Torrevieja er frábært mannlíf í miðbænum og við ströndina alla daga, þar er einnig vatnagarðurinn Aquapolis.
Við erum með tvö raðhús í þessum garði og hentar því mjög vel fyrir 2 fjölskyldur sem vilja vera á sama svæði, einnig erum við með húsið Vinaminni sem er mjög stutt frá og hentar einnig vel að taka Macarena húsin og Vinaminni saman fyrir fjölskyldur eða vinahópa sem vilja vera í sama hverfi með göngufæri á milli.