Nánari lýsing

El Manantial 18

Glæsilegt raðhús í Villamartin hverfinu sem er í lokuðum kjarna með aðgengi að tveimur sundlaugum og er önnur þeirra upphituð. Það er á þremur hæðum en á efstu hæðinni eru einka þaksvalir með útihúsgögnum. Það eru flísalagðar verandir og svalir á húsinu sem er mjög notarlegar í morgunsólinni.  Á jarðhæð hússins er stofa/borðstofa með svefnsófa og eldhús með helstu tækjum og áhöldum.  Á þriðju hæðinni eru síðan einka sólarþaksvalir með einstöku útsýni í allar áttir. Á veröndunum eru vönduð útihúsgögn og gasgrill, sem sagt allt til alls í þessu glæsilega húsi.

Svefnherbergin eru þrjú

Á jarðhæð er eitt svefnherbergi með tveimur einstaklingsrúmum, fataskáp og loftkælingu. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi með einka baðherbergjum inn af báðum herbergjunum og eru þau bæði með tvíbreiðum rúmum, fataskáp og loftkælingu. Einnig er hægt að ganga út á svalir með borði og stólum.

Baðherbergin eru þrjú

Á jarðhæð er baðherbergi með sturtu, salerni og vaski. Á annari hæð eru tvö baðherbergi – innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og vaski.
Innaf hinu svefnherberginu er gott baðherbergi með sturtu, salerni og vaski.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari er í húsinu, gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.