Nánari lýsing

El Manantial 43

Glæsilegt endaraðhús í Villamartin hverfinu sem er í lokuðum kjarna með aðgengi að tveimur sundlaugum og er önnur þeirra upphituð. Allur frágangur þessar eignar er til fyrirmyndar með upphituð gólf á baðherbergjum, rafmagnsgardínur og loftkælingu sem hitar líka loftið.  Á jarðhæð er stórt og flott eldhús með öllu tilheyrandi til matargerðar, einnig er flott kaffibaunavél, klakavél og stór drykkja kælir. Opið til stofu og borðstofu.  Mjög stór garður er við húsið og þar er sól allan daginn með vönduðum úthúsgögn og gasgrilli, einnig eru rúmgóðar þaksvalir.
Aðgangur að lokuðum kjarna með aðgengi að tveimur sundlaugum og er önnur þeirra upphituð. Margir veitingastaður og barir stutt frá og Zenia Boulevard 20 mín. frá.

Svefnherbergin eru þrjú

Tvö herbergi eru á efri hæð og eru þau bæði með sér baðherbergi innaf. Hjónaherbergi með lúxusrúmi 180×200 og í hinu herberginu er rúm 160×200. Þriðja herbergið er niðri og er með stórri rúmgóðri koju með lúxusdýnu, neðra rúmið í kojunni er 120×200. Hægt er ganga út á svalir frá báðum herbergjum uppi.

Baðherbergin eru þrjú

Á jarðhæð er baðherbergi með sturtu, salerni og vaski. Á annari hæð eru tvö baðherbergi – innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og vaski.
Innaf hinu svefnherberginu er gott baðherbergi með sturtu, salerni og vaski.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari er í húsinu, gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.