Nánari lýsing

Stofa, borðstofa og eldhús

Á fyrstu hæð er björt og rúmgóð stofa ásamt borðstofu, þar er sjónvarp, DVD spilari og útvarp með CD spilara, loftkæling er í stofu og þaðan er hægt að ganga beint út á flísalagða verönd fyrir framan húsið, þar eru borð, stólar, gasgrill og markísa.  Rúmgott eldhús er á 1. hæð, bjart og vel búið með ísskáp og frystihólfi. Í eldhúsinu er uppþvottavél, kaffivél, blandari, brauðrist, hraðsuðuketill og öll helstu áhöld til matargerðar. Borðbúnaður í húsinu er fyrir 8 manns.

Svefnherbergin eru þrjú

Húsið er með þremur svefnherbergjum og er með gistirými fyrir 6 manns.  Sængur, koddar og rúmföt fylgja.
Svefnherbergið á fyrstu hæðinni er með hjónarúmi, viftu í lofti og fatahengi.  Á annari hæð eru síðan tvö svefnherbergi bæði með hjónarúmi, loftkælingu og góðum skápum.  Hægt er að ganga út á fínar svalir frá báðum herbergjunum á 2. hæðinni með fallegu útsýni.

Baðherbergin eru tvö

Á 1. hæð er baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og léttri innréttingu.
Á 2. hæð er baðherbergi með salerni, vaski, baðkari með sturtuaðstöðu, léttri innréttingu og hillum.
Baðhandklæði fylgja hverri leigu, eitt stórt og eitt lítið fyrir hvern gest.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.

Verönd og svalir

Á annari hæð hússins eru tvennar svalir, aðrar út frá svefnherbergjum og hinar af stigapallinum þegar gengið er upp á aðra hæðina, þar eru borð og stólar og 2 léttir sólbekkir sem taka má með út í sundlaugargarðinn.
Stór flísalögð verönd er fyrir framan húsið, þar eru borð, stólar, gasgrill, markísa og gott pláss til að sóla sig og borða úti.

Sundlaugargarður

Sameiginlegur sundlaugargarður er inná milli húsanna í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þar er sundlaug með barnalaug og sturtur. Við sama sundlaugargarð er húsið Sólbakki og hentar því vel að taka bæði húsin saman fyrir stærri fjölskyldur og vinahópa.

Las Mimosas

Las Mimosas

Gróið íbúðahverfi þar stutt er í alla helstu þjónustu.


Nánar..