Nánari lýsing

Recidencial Marco Polo 47 – Phase V

Mjög falleg og vel útbúin íbúð á jarðhæð á frábærum stað.  Stór verönd fylgir eigninni með vönduðum útihúsgögnum og grilli. Sameiginleg sundlaug er í lokuðum garði.  Stutt er að labba í helstu þjónustu eins og Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina, niður á ströndina og fjöldi veitingastaða er allt í kring. Einungis 300m í tvær matvöruverslanir. Íbúðinni fylgir bílastæði fyrir utan íbúðina eða í bílakjallara.  5-10 akstur frá 3 golfvöllum. Falleg björt stofa með borðstofu og opið er inní eldhúsið.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum, hjónherbergið er með hjónarúmi, loftkælingu og góðum fataskápum.
Gestaherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum og fataskáp.

Baðherbergi

Fallegt baðherbergi með salerni, vaski, sturtu, hárblásara og innréttingu.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.