Nánari lýsing

Stofa, borðstofa og eldhús

Rúmgóð stofa ásamt borðstofu, út frá stofunni er hægt að ganga beint út á verönd fyrir framan húsið þar eru borð, stólar og sólhlíf þaðan er síðan farið niður í flísalagðan einkagarð umhverfis húsið sem einnig hefur einkabílastæði innan lóðar.  Eldhúsið er bjart og vel búið með stórum ísskáp, frystihólfi og uppþvottavél.  Borðbúnaður er fyrir 6 manns.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergi með hjónarúmi og góðum skápum.
Herbergi nr. 2 er með tveimur einstaklingsrúmum og skápum. Síðan getur einn gestur sofið í sófa í stofunni.
Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu.  Sængur, koddar og rúmföt fylgja og einnig er gott barnaferðarúm.

Baðherbergi og þvottavél

Baðherbergið er allt ný uppgert með góðri sturtu, WC, vaski og innréttingu.  Þvottavél er í geymslu/þvottahúsi undir stiga á verönd þar sem gengið er uppá þaksvalirnar.
Baðhandklæði fyrir hvern gest þ.e.a.s. eitt stórt og eitt lítið fylgja hverri leigu en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd.

Svalir, garður og sameiginleg sundlaug

Frá svefnherbergis gangi er gengið út á lokaða einka verönd með borði og stólum, þaðan er síðan farið uppá þaksvalir sem eru yfir íbúðinni þaðan er fallegt útsýni til sjávar og yfir hverfið – þar eru 3 sólbekkir.  Sameiginlegur sundlaugargarður fylgir íbúðinni og er hann í næstu götu, þar er stór sundlaug með barnalaug og sturtur.