Nánari lýsing

Oasis Beach 123 – Casa Blanca

Íbúðin er nr. 123 í Oasis Beach VI kjarnanum sem er beint á móti La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni.
Íbúðin er mjög vel skipulögð og vel búin, WiFi, loftkæling, góð rúm og allt til alls.  Stór flísalögð verönd er út frá stofunni sem er lokuð að hluta með gleri og þaðan er hægt að ganga beint út í sundlaugargarðinn. Tvenn reiðhjól eru til staðar fyrir gesti og einnig fylgir aðgangur að bílakjallara fyrir bílaleigubílinn.  Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, Laugardagsmarkaðinn, fjölmarga golfvelli og yfir í La Zenia verslunarmiðstöðina.

Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli, neysluvatnskrana og helstu áhöldum til matargerðar.  Falleg björt stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið.  Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi og snjallsjónvarp svo geta gestir t.d. skráð sig inná sitt NETFLIX.
Frá stofu er rennihurð út á veröndina sem er lokuð með gleri að hluta, þar er góð aðstaða með stóru borði og stólum og þar fyrir framan opnast síðan út á enn stærra útisvæði sem snýr beint á móti sundlaugargarðinum. Þar er góður hornsófi, stólar, sólbekkir og frábær aðstaða til að njóta blíðunnar.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum og einnig eru tvö barnaferðarúm fyrir 0-2ja ára.
Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og innangengt er inná baðherbergi með sturtu.
Gestaherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum sem hægt er að færa saman og fataskápum.
Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum með vönduðum dýnum.  Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann.

Baðherbergin eru tvö

Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Hitt baðherbergið er á gangi þegar komið er inn í íbúðina, þar er salerni, vaskur, góð sturta og innrétting með skúffum.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.

Verönd, sundlaugargarður og leiksvæði fyrir börnin

Fyrir framan íbúðina er gott útisvæði með sófasetti, borði, stólum og þar er morgunsólin að koma upp.  Frá stofu eru rennihurðar sem opna út á flísalagða verönd, þar eru sólbekkir, borð, stólar og sófasett.  Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta blíðunnar.  Í sameign er sundlaugargarður með sundlaug, sturtum, leiksvæði fyrir börnin, borðtennisborði og mjög flottu opnu svæði í  lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þarna er góð aðstaða til að sóla sig og njóta veðurblíðunnar á Spáni, garðurinn er einstaklega fallegur og mjög fjölskylduvænn.