Nánari lýsing
Oasis Beach VII nr. 48
Íbúðin er í Oasis Beach VII í Punta Prima hverfinu, Consum matvöruverslun og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, Laugardagsmarkaðinn, fjölmarga golfvelli og yfir í La Zenia verslunarmiðstöðina. Íbúðin er mjög vel skipulögð og vel búin, WiFi, loftkæling, góð rúm og allt til alls. Eldhúsið er bjart og vel búið með helstu áhöldum til matargerðar. Falleg björt stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið. Í stofunni er sófi og sjónvarp með IPTV áskrift, frá stofu er rennihurð út á svalir með borði, stólum og markísu og þaðan er síðan farið uppá þaksvalir með góðum húsgöngum, sólbekkjum, kolagrilli, útisturtu og frábærri aðstöðu til að njóta blíðunnar. Í sameign er sundlaugargarður með sundlaug og sturtum.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og innangengt er inná baðherbergi með sturtu. Gestaherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum og fataskápum.
Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum með vönduðum dýnum. Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann.
Baðherbergin eru tvö
Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum. Hitt baðherbergið er sturtu, salerni, vaski og innrétting með skúffum.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.