Nánari lýsing

Oasis Hill 64

Mjög vandað fjarkahús á frábærum stað þar sem stutt er í alla þjónustu, hverfið heitir Lomas de Cabo Roig.  Húsið er beint á móti mörgum góðum veitingarstöðum og börum. Þar er spiluð lifandi tónlist yfir daginn og slökkt er á úti tónlist í kringum miðnætti. Húsið snýr í suður og því er sól allan daginn í einkagarðinum. Húsið er 100m2 á tveimur hæðum og með stórum þaksvölum.  Stór útigeymsla er við húsið sem er frábær fyrir golfsettin.
Á fyrstu hæð er björt stofa ásamt borðstofu og opið er inní eldhúsið.  Í stofunni er hágæða 65″ Samsung snjall sjónvarp með Netflix og þúsundum annara sjónvarpsstöðva og bíómynda, í húsinu eru allskonar spil fyrir gesti, einnig er Marshall Bluetooth hátalari í stofunni.  Út frá stofunni er hægt að ganga beint út í garðinn umhverfis húsið, þar eru sólbekkir, hornsófi, borð, stólar, Weber gasgrill, útisturta og Pergola til að fá skjól frá sólinni.
Rúmgott og vel búið eldhús með ísskáp með frysti, örbylgjuofni, Nespresso kaffivél, brauðrist, heilsugrill, uppþvottavél og öllum helstu áhöldum til matargerðar. – Loftkæling er í stofu og eldhúsi.

Svefnherbergin eru þrjú

Herbergi nr.1 er á jarðhæðinni það er með vönduðu 160cm breiðu hjónarúmi, fataskápum, loftkælingu og hægt að ganga út á veröndina.
Herbergi nr. 2 er á annari hæð með vönduðu 180cm breiðu rúmi, fataskápum, loftkælingu og hægt að opna út á litlar svalir.
Herbergi nr. 3 er hjónasvíta á annari hæð með vönduðu 180cm breiðu rúmi, fataskápum, loftkælingu og innangengt er inná sér baðherbergi með sturtu.
Útgengi er út á svalir frá hjónasvítu á annar hæðinni og þar er hægt að sitja og njóta mannlífsins í kring. Einnig er barnaferðarúm og matarstóll fyrir ung börn.

Baðherbergin eru tvö

Baðherbergi á 1. hæð er með salerni, handlaug, innréttingu og sturtu. Hárblásari og sléttujárn er í húsinu.
Baðherbergi á 2. hæð er með salerni, handlaug, innréttingu og hillum og rúmgóðri sturtu.
Baðhandklæði fyrir gesti eru innifalin í leigu, einnig eru handklæði til að nota til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Þvottavél og önnur hreinlætisáhöld eru í húsinu.

Svalir, verönd og sameignlegur sundlaugargarður með leiksvæði fyrir börnin

Á annari hæð eru svalir út frá hjónasvítu þar eru stólar og borð.
Á þriðju hæð hússins er frábært útsýni frá þaksvölum með sófasetti, þar sem hægt er að horfa út á hafið.
Mjög stór einkagarður er við Oasis Hill með notalegum hornsófa, sólbekkjum, borði, stólum, útisturtu, Weber gasgrilli og einnig er Pergóla.
Í sameigninni er mjög fallegur sameiginlegur sundlaugargarður með tveimur stórum sundlaugum sem gestir hafa aðgang að. Þar er einnig leikvöllur fyrir börn. Einnig fylgja fjögur reiðhjól ásamt hjálmum fyrir gesti.

Aðrar eignir stutt frá

Við erum með nokkrar íbúðir, raðhús og einbýlishús í Lomas de Cabo Roig hverfinu til leigu, svo lítið mál ef hópurinn er stór að bóka fleiri ein eitt hús og rölta síðan á milli.