Nánari lýsing

Oasis Hill 89

Mjög vandað fjarkahús á frábærum stað þar sem stutt er í alla þjónustu í Lomas de Cabo Roig.  Björt stofa ásamt borðstofu og opið er inní eldhúsið, út frá stofunni er hægt að ganga beint út í garðinn umhverfis húsið, þar eru sólbekkir, sófasett og Weber gasgrill.  Rúmgott og vel búið eldhús með ísskáp með frysti, örbylgjuofni,  kaffivél, brauðrist, uppþvottavél og öllum helstu áhöldum til matargerðar. – Loftkæling er í stofu og eldhúsi.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergi með vönduðu hjónarúmi, fataskápum, loftkælingu og hægt að ganga út á veröndina.
Hjónasvíta er á annari hæð með vönduðu hjónarúmi, fataskápum, loftkælingu og innangengt er inná sér baðherbergi með sturtu.
Útgengi er út á svalir frá hjónasvítu á annar hæðinni og þar er hægt að sitja og njóta mannlífsins í kring.

Baðherbergin eru tvö

Baðherbergi á 1. hæð er með salerni, handlaug, innréttingu og sturtu. Hárblásari er í húsinu.
Baðherbergi á 2. hæð er með salerni, handlaug, innréttingu og hillum og rúmgóðri sturtu.
Baðhandklæði fyrir gesti eru innifalin í leigu.  Þvottavél og önnur hreinlætisáhöld eru í húsinu.

Svalir, verönd og sameignlegur sundlaugargarður með leiksvæði fyrir börnin

Á annari hæð eru svalir út frá hjónasvítu og á þriðju hæð hússins er frábært útsýni frá þaksvölum þar sem hægt er að horfa út á hafið.
Mjög stór einkagarður er við Oasis Hill með notalegu sófasetti, sólbekkjum, borði, stólum og Weber gasgrilli.
Í sameigninni er mjög fallegur sameiginlegur sundlaugargarður með tveimur stórum sundlaugum sem gestir hafa aðgang að. Þar er einnig leikvöllur fyrir börn.