Nánari lýsing

El Palmeral 5 2 – einbýlishús

Húsið er ofarlega í Villamartin hverfinu við Maddame Butterfly götuna með fallegum einkagarði og aðgang að sameiginlegum sundlaugargarði.  Komið er inní bjarta og fallega stofu með sófa, stólum, borðstofuborði, sjónvarpi, loftkælingu og moskitó net er fyrir gluggum. WiFi internet í gegnum ljósleiðara og margar sjónvarpstöðvar í boði.  Út frá stofunni er gengið út í mjög stóran garð sem er við húsið, þar er gott borð, stólar, sólbekkir, kolagrill og gasgrill.
Opið er inní bjart og vel búið eldhús með ísskáp með frystihólfi, uppþvottavél, þvottavél, örbylgjuofni, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli, blandara, vöfflujárni og öllum helstu áhöldum til matargerðar.

Svefnherbergin eru þrjú

Svefnherbergi 1: Er á fyrstu hæð með tveimur einstaklingsrúmum sem má einnig setja saman sem hjónarúm, fataskápum og loftkælingu.
Svefnherbergi 2: Er á annari hæð með tveimur einstaklingsrúmum sem má einnig setja saman sem hjónarúm, fataskápum og loftkælingu.
Svefnherbergi 3: Er á annari hæð með tveimur einstaklingsrúmum sem má einnig setja saman sem hjónarúm, fataskápum og loftkælingu.
Sængur eru í húsinu sem gestir geta notað á haustin og vorin eða eftir þörfum, einnig er barnaferðarúm. Moskitó net er fyrir öllum gluggum.

Baðherbergin eru tvö

Á fyrstu hæð er baðherbergi með sturtu, salerni, vaski og skúffum.
Á annari hæð er baðherbergi með salerni, baðkari með sturtuaðstöðu, vaski og súffum.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari er í húsinu, gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.

Svalir, stór garður og sameiginleg sundlaug

Mjög stór einkagarður er við húsið, þar eru borð, stólar, sólbekkir, sólhlíf, kolagrill, gasgrill og frábær aðstaða til að njóta blíðunnar á Spáni.
Á annarri hæð eru svalir út frá báðum svefnherbergjum með útsýni yfir garðinn.
Út frá verönd fyrir framan húsið er farið yfir götuna yfir í sameiginlega sundlaugargarðinn. Léttir stólar og strandbekkir eru í húsinu fyrir gesti til að taka með þangað.