Nánari lýsing

Stofa og borðstofa

Mjög björt og rúmgóð stofa með góðu sófasetti, loftkælingu og sjónvarpi. Borðstofan er einnig rúmgóð og er opið yfir í eldhúsið.  Útgengi er úr stofurými og eldhúsi yfir í sólskála og þaðan út á svalir.

Eldhús

Eldhúsið er afar rúmgott með góðri innréttingu og vel tækjum búið, uppþvottavél, útgengi úr eldhúsi í sólskála og þaðan út á svalir. Innaf eldhúsi er þvottahús. Borðbúnaður fyrir 6 manns.

Svefnherbergin eru tvö

Herbergi nr. 1 er mjög rúmgott með góðu skápaplássi, loftkæling, tvö samliggjandi rúm, útgengi út á svalir.
Herbergi nr. 2 er einnig afar rúmgott með góðum skápum, loftkæling, hjónarúm.

Baðherbergin eru tvö

Baðherbergi  1 er innaf herbergi nr. 2, allt flísalagt með innréttingu og hornbaðkari..
Baðherbergi 2 er innaf gangi, allt flísalagt með innréttingu og stórum sturtuklefa.
Baðhandklæði fylgja húsinu en gestir vinsamlega beðnir um að skaffa sín handklæði í sólbaðsferðir.

Svalir

Tvennar svalir eru í íbúðinni. Út frá svefnherbergi nr. 1 eru svalir og úr stofu og eldhúsi er útgengt í sólskála og þaðan á svalir.

Sundlaugargarður

Stór sameiginlegur sundlaugargarður tilheyrir íbúðinni, þar er stór sundlaug þar sem hægt að fara með sólbekki og slaka á við sundlaugina, allt flísalagt umhverfis laugina.

 

Playa Flamenca

Playa Flamenca

Gróið íbúðahverfi þar stutt er í alla helstu þjónustu. Steinsnar á ströndina.

Laugardagsmarkaðurinn vinsæli er í Playa Flamenca hverfinu.

Göngufæri í nýju og glæsilegu verslunarmiðstöðin La Zenia Boulevard.

 


Nánar..