Nánari lýsing

Riomar 123

Nýuppgerð 60 fm2 íbúð á annari hæð í íbúðakjarna í strandbænum Mil Palmeras.  Stutt er í alla þjónustu og eina af bestu ströndum á svæðinu. Það er sirka 15 mínútna ganga á ströndina, í matvöruverslun og á göngugötu með veitingastöðum. Í bænum er flest allt sem fólk óskar sér, góðir veitingastaðir, barir, tennisvellir, apótek, Kínamarkaður og ýmislegt fleira. Auk þess er markaður á þriðjudögum og kvöldmarkaður á hverju kvöldi við sjóinn. Margir golfvellir eru á svæðinu en sá næsti er í sirka 12 mínútna keyrslu frá íbúðinni. Það tekur um 10 mín.að keyra í La Zenia verslnuarmiðstöðina og 20 mínútna keyrsla í tívolíið í Torrevieja.
Stofan er rúmgóð með lokuðum svölum, í stofu er góður sófi sem einnig er svefnsófi, hægindastóll, loftkæling, sjónvarp með öllum helstu sjónvarpsstöðvum og falleg borðstofa með útsýni yfir sundlaug. Í eldhúsinu er helluborð, bakaraofn og góður tvískiptur ísskápur með frystihólfi, Nespresso kaffivél, hraðsuðuketill, brauðrist og öll helstu áhöld til eldamennsku.  Í eldhúsi er borðbúnaður fyrir 6 manns. Lítið þvottahús er innan íbúðar.

Svefnherbergi og baðherbergi

Í íbúðinni er eitt svefnherbergi með 160 cm hjónarúmi og kojum fyrir tvö börn, fataskápar og loftkæling.
Að auki er samanbrjótanlegt ungbarnarúm og útdraganlegur svefnsófi í stofunni.
Rúmgott flísalagt baðherbergi með salerni, handlaug, hillum, speglaskáp og baðkari með sturtuaðstöðu.

Sundlaugargarður í sameign

Í íbúðakjarnanum er stór sundlaug ásamt barnalaug og fínt svæði til að liggja á. Sólbekkir eru í íbúðinni.