Nánari lýsing

Royal Park Center 29

Um er að ræða sérlega vandaða efri sérhæð í Royal Park Center kjarnanum sem er í Villamartin/La Zenia hverfinu.  Rúmgóðar 30fm svalir eru fyrir framan íbúðina og þaðan er gengið beint upp á 90fm þaksvalir með vönduðu sófasetti, góðum sólbekkjum, borðstofusetti, úti eldhúsi með gasgrilli, sólhlíf og stórum ísskáp.  Íbúðin sjálf er um 100fm að stærð með þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og er mjög vel skipulögð.  Vandað var sérstaklega við val á öllum húsgögnum og rúmum, góðar heilsudýnur eru í öllum rúmum, fiðursængur og heilsukoddar fyrir gesti.  Loftkæling/hitun er í allri íbúðinni, háhraða WiFi internet, snjallsjónvarp í stofu og hjónaherbergi og allur aðbúnaður í eldhúsi mjög góður.  Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, Laugardagsmarkaðinn, fjölmarga golfvelli og yfir í La Zenia verslunarmiðstöðina.

Eldhús, stofa og borðstofa

Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, samlokugrilli, handþeytara, hraðsuðukatli og öllum helstu áhöldum til matargerðar. Frá eldhúsi er hægt að ganga út á svalirnar fyrir framan íbúðina og þar er einnig lokuð aðstaða fyrir þvottavélina og hreinlætisáhöld.  Falleg björt stofa með borðstofu og opið er inní eldhúsið, í stofunni er góður sófi og fallegt borðstofusett, 65″ snjallsjónvarp en þar geta gestir t.d. skráð sig inná sitt NETFLIX,  háhraða internet tenging er í íbúðinni.  Frá stofunni er rennihurð út á svalirnar fyrir framan íbúðina, þar er flott aðstaða með borði, stólum, tveimur hægindastólum og gott útsýni yfir garðinn og að sundlauginni.

Svefnherbergin eru þrjú

Íbúðin er með þremur rúmgóðum svefnherbergjum og einnig er barnaferðarúm fyrir 0-2ja ára ásamt matarstól.
Hjónaherbergið er með 180 cm hjónarúmi með Tempur heilsudýnu, fataskápum, 55″ snjallsjónvarp og innangengt er inná sér baðherbergi með sturtu.
Gestaherbergi 1 er með vönduðu 180 cm hjónarúmi með heilsudýnu, fataskápum og loftkælingu.
Gestaherbergi 2 er með tveimur vönduðum einstaklingsrúmum með heilsudýnum, fataskápum og loftkælingu.
Góðar fiðursængur eru í íbúðinni sem gott er að nota snemma á vorin og yfir vetrartímann, einnig eru vandaðir heilsukoddar og venjulegir koddar fyrir gesti.

Baðherbergin eru tvö

Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Hitt baðherbergið er á herbergisgangi, þar er salerni, vaskur, góð sturta og innrétting með skúffum.
Baðhandklæði fylgja fyrir gesti og einnig eru stærri handklæði til að nota á þaksvölum og við sundlaugina, hárblásari er í íbúðinni.
Gestir eru beðnir um að koma með sín eigin strandhandkæði til að taka með á ströndina.

Svalir, 90fm þaksvalir og sundlaugargarður

Fyrir framan íbúðina eru góðar 30fm svalir með borði, stólum og tveimur hægindastólum þaðan er síðan gengið uppá 90fm þaksvalir sem eru yfir allri íbúðinni.   Á þaksvölum er frábær aðstaða fyrir gesti til að njóta blíðunnar á Spáni, grilla góðan mat og borða úti,  þar er vandað sófasett með borði, stórt hringborð með stólum, eldhús með stórum ísskáp, vaski og kaffivél, sólhlíf og einnig Pergola til að draga yfir eldhús svæðið, vandaðir sólbekkir með dýnum, útisturta og fallegt útsýni yfir garðinn og sundlaugina.  Í sameign er sundlaugargarður með sundlaug, sólbekkjum, sturtum og opnu svæði.  Þarna er einnig góð aðstaða til að sóla sig og slaka á við sundlaugarbakkann,  garðurinn er einstaklega fallegur.