Nánari lýsing

Aldeas III – endaraðhús nr. 41

Skemmtilegt og vel búið endaraðhús í Aldeas de Aguamarina III garðinum í Cabo Roig.
Á jarðhæð er falleg stofa með tungusófa, sem einnig er svefnsófi, ásamt stækkanlegu borðstofuborði og 8 stólum, snjallsjónvarp og PlayStation 4 leikjatölva með tveimur fjarstýringum og 6 leikjum.
Í húsinu er WiFi internet í gegnum ljósleiðara og rúmlega 120 sjónvarpstöðvar í boði. Loftkæling er í stofunni.
Út frá stofunni er gengið beint út í mjög stóran flísalagðan garð sem er við húsið og snýr í suður.
Fyrir framan húsið er æðislegur sófi og borð ásamt markísu. Í garðinum er borð og stólar fyrir 10 manns, 6 sólbekkir og frábær aðstaða til að sóla sig og njóta blíðunnar á Spáni.
Bjart og vel búið eldhús er á jarðhæð með ísskáp með frystihólfi, uppþvottavél, örbylgjuofni, neysluvatnskrana, Dolce Gusto kaffivél, Ninja blandara, sítruspressu, hrísgrjónapotti, brauðrist, vöfflujárni, samlokugrilli, hraðsuðukatli og öllum helstu áhöldum til matargerðar.  Borðbúnaður í húsinu er fyrir 12 manns.  Út frá eldhúsi er gengið út í bakgarðinn þar sem er Weber Q3200 gasgrill ásamt þvottavél, auka ísskáp fyrir drykki og aðstöðu til að hengja upp þvott. Þaðan er einnig hægt að ganga út á veröndina við húsið

Svefnherbergin eru fjögur

Svefnherbergi 1: Á jarðhæð er rúmgott herbergi með góðu hjónarúmi og kommóðu.
Svefnherbergi 2: Er á annari hæð með góðu hjónarúmi, fataskápum, stórri kommóðu og fallegum suðursvölum. Innangengt er inn á baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu.
Svefnherbergi 3: Er á annari hæð með góðu hjónarúmi, fataskápum og innangengt inn á sér baðherbergi með stórri sturtu.
Svefnherbergi 4: Lítið risherbergi er á efstu hæðinni með tveimur einstaklingsrúmum og loftkælingu.
Öll svefnherbergin eru með loftkælingu og moskító net er fyrir gluggum.  Sængur eru í húsinu sem gestir geta notað á haustin og vorin eða eftir þörfum.
Koddar og rúmföt fylgja. Einnig er gott barnaferðarúm með sæng og kodda fyrir ungabarn.

Baðherbergin eru þrjú

Á jarðhæð er baðherbergi með sturtu, salerni og vaski.
Á 2. hæð er tvö baðherbergi – innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og vaski.
Innaf hinu svefnherberginu er gott baðherbergi með stórri sturtu, salerni og vaski.
Baðhandklæði fylgja en gestir eru beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd. Hárblásari og sléttujárn er í húsinu.

Svalir, garður og sameiginleg sundlaug

Mjög stór einkagarður sem snýr í suður er við húsið sem allur er flísalagður. Þar eru borð, stólar, sólbekkir Og Weber Q3200 gasgrill og frábær aðstaða til að njóta blíðunnar á Spáni, grilla góðan mat og sóla sig, einnig er yfirbyggð pergóla með lokanlegum hliðum. Tilvalið útisvæði til að borða, spila og njóta í skjóli og skugga.
Á annarri hæð eru svalir út frá svefnherbergi með útsýni til sjávar og einnig litlar svalir í suður frá ganginum.
Á þriðju hæð hússins eru góðar þaksvalir með útsýni til sjávar.
Út frá verönd fyrir framan húsið er farið í sameiginlega sundlaugargarðinn. Þar er stór sundlaug með nuddpotti og sturtur.