Nánari lýsing

Sal Y Mar IV 4D

Komið er inní fallega stofu með borðstofu,  þar er góður sófi, sjónvarp með chromecast, borðstofusett, vifta í loftinu, loftkæling og opið inní eldhús. Frá stofunni er verönd fyrir framan íbúðina með borði, stólum, tveimur sólstólum með hallandi baki og einnig er markísa. Frá verönd er farið að sundlauginni sem er beint fyrir framan íbúðina,  þar er sundlaug með barnalaug og sturtur.  Einnig fylgir aðgangur að einkabílastæði fyrir bílaleigubílinn í sameigninni. Stutt er að labba í alla helstu þjónustu og niður að ströndinni.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergið er með 140×200 hjónarúmi, fataskáp, viftu í loftinu og einnig er flugnanet fyrir glugga.
Gestaherbergið er með tveimur 90×200 einstaklingsrúmum, hillu fyrir föt, viftu í loftinu og flugnanet fyrir glugga.
Sængur, koddar og rúmföt fylgja fyrir gesti.

Baðherbergi

Baðherbergi með sturtu, WC, vaski og hillum.  Baðhandklæði fylgja leigu en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd.