Nánari lýsing

Sierra Mediana II, íbúð 19

Stórglæsileg glæný þakíbúð í litlu fjölbýli á besta stað í Las Colinas. Útsýnið úr íbúðinni er stórkostlegt og þaðan sést út á Miðjarðarhaf og yfir glæsilegan Las Colinas golfvöllinn, sem kosinn hefur verið besti golfvöllur Spánar undanfarin ár.

Íbúðin, sem er vel útbúin öllum helstu þægindum, er tveggja herbergja með stórri hjónasvítu og öðru minna svefnherbergi.  Tvær snyrtingar eru í íbúðinni, önnur inn af hjónasvítunni.
Í íbúðinni eru tvennar svalir búnar glæsilegum garðhúsgögnum og góðri markísu, auk stórra þaksvala sem hægt er að sóla sig og njóta útsýnis til allra átta.
Í eldhúsi er vatnhreinsibúnaður sem gerir vatnið drykkjarhæft og þar er einnig vínkælir.
Í húsinu má finna bílakjallara og glæsilega sundlaug sem er til afnota fyrir gesti hússins.

Á Las Colinas svæðinu er frábær þjónustu að finna, t.d. 3 góða veitingastaði og litla matvöruverslun. Stór líkams- og heilsurækt er á svæðinu, tennis-, paddel- og leikvellir. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir í villtri náttúru svæðisins.
Frá Las Colinas tekur um 10-15 mínútur að keyra niður á fjölmargar dásamlegar strendur og sækja fjölbreytta þjónustu og veitingastaði.