Nánari lýsing

Soleil 816

Stórglæsileg ný rúmgóð íbúð á jarðhæð í nýju 3ja hæða fjölbýlishúsi í Villa Martin hverfinu. Aflokaður fjölskylduvænn íbuðakjarni með frábærum sameiginlegum sundlaugakjarna. Í um 5 min keyrslu frá íbúðinni er hinn margrómaði og vinsæli þjónustukjarni „Villa Martin Plaza“ þar sem finna má vinsæla veitingastaði – bari – apótek og aðra þjónustu. Íbúðin er á jarðhæð og er með góðri útiaðstöðu og verönd beggja vegna íbúðarinnar.
Falleg björt stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið.  Í stofunni er góður sófi sem einnig er svensófi og rennihurð út á stóra verönd með borði, stólum, sófasetti, sólbekkjum, gasgrilli og góðri aðstöðu til að njóta blíðunnar.  Eldhúsið er bjart og vel búið með helstu áhöldum til matargerðar.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergi er með hjónarúmi, góðum fataskápum og innangengt inná sér baðherbergi með sturtu. Einnig er útgengt út á verönd frá hjónaherberginu.
Gestaherbergi einnig með hjónarúmi og góðum fataskápum og hægt að ganga út á verönd.

Baðherbergin eru tvö

Baðherbergi er innaf hjónaherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.  Hitt baðherbergið er með salerni, vask, góðri sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.