Nánari lýsing
Sol Park 131
Falleg 90fm neðri sérhæð í raðhúsi í rólegu og góðu hverfi í Torrevieja, loftkæling, Wifi og rúmgóð verönd fyrir framan húsið með sólskála. Tveir stórir sundlaugargarðar eru í sameign sem gestir hafa aðgang að. Veitingastaðir og matvöruverslunin Mercadona eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, föstudagsmarkaðinn, í Habaneras mallið og niður í miðbæ Torrevieja. Einnig er mjög stutt á fjölmarga flotta golfvelli sem eru þarna allt í kring. Í miðbæ Torrevieja er skemmtilegt tívolí og sölubásar með allskonar varning, einnig er stór markaður á föstudögum í aðeins 5 mín gögnufjarlægð frá húsinu. Í Torrevieja er frábært mannlíf í miðbænum og við ströndina alla daga, þar er einnig vatnagarðurinn Aquapolis og tekur ca. 20 mín að labba þangað frá íbúðinni.
Gengið er beint inní fallega stofu sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið. Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi, Smart TV og loftkæling. Eldhúsið er vel búið með ísskáp með frystihólfi, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og öllum helstu áhöldum til matargerðar.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónherbergið er með hjónarúmi sem einnig er hægt að skipta upp í tvö einstaklingsrúm, góðum fataskápum, loftkælingu og innangengt inná sér baðherbergi með sturtu.
Gestaherbergið er tveimur einstaklingsrúmum, góðum fataskáp og loftkælingu.
Bæði svefnherbergin eru með nýjum rúmum, sængur, koddar og rúmföt fylgja fyrir gesti.
Baðherbergin eru tvö
Rúmgott baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og skúffum er innaf hjónaherbergi.
Annað baðherbergi er á ganginum með salerni, vaski og innréttingu með skúffum.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari í húsinu, bæði baðherbergin eru með gólfhita.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Góð verönd, sundlaugargarður og leiktæki fyrir krakka
Gengið er út úr stofunni út á verönd fyrir framan húsið sem einnig er hægt að loka að hluta sem sólskála, þar er gott matarborð og fjórir stólar, sólbekkir, gasgrill, tvenn reiðhjól og annað borð með fjórum stólum. Í sameign SOL PARK eru tveir sundlaugargarðar með sundlaug, barnalaug, sturtum og flottu leiksvæði fyrir krakkana í lokuðum/læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og njóta.