Nánari lýsing

Sol Beach II nr. 14 – Sólstaðir

Á jarðhæð er falleg stofa ásamt  borðstofuborði og 6 stólum.  Í stofunni er 43“flatskjár.
Í húsinu er WiFi internet í gegnum ljósleiðara og rúmlega 120 sjónvarpstöðvar í boði. Loftkæling er í stofunni.
Út frá stofunni er gengið beint út í mjög stóran flísalagðan garð sem er við húsið og snýr í suður ásamt gerfigrasi og einkasundlaug.
Í garðinum er borð og stólar fyrir 6 manns, Weber gasgrill, 4 sólbekkir, stór sólhlíf, og frábær aðstaða til að sóla sig og njóta blíðunnar á Spáni.  Bjart og vel búið eldhús er á jarðhæð með ísskáp með frystihólfi, uppþvottavél, örbylgjuofni, Nespresso kaffivél, brauðrist, vöfflujárni, samlokugrilli, hraðsuðukatli og öllum helstu áhöldum til matargerðar.   Borðbúnaður í húsinu er fyrir 12 manns. Þvottahús/gestabaðherbergi er einnig á jarðhæð.

Svefnherbergin eru þrjú

Svefnherbergi 1: Er á jarðhæð með tveim rúmum 90cm x 200cm sem hægt er að ýta saman og gera að hjónarúmi og því er svefnpláss fyrir 2 gesti.
Svefnherbergi 2: Er á annari hæð með góðu hjónarúmi, fataskápum, stórri kommóðu og fallegum suðursvölum.
Svefnherbergi 3: Er á annari hæð með  með tveim rúmum 90cm x 200cm sem hægt er að ýta saman og gera að hjónarúmi og því er svefnpláss fyrir 2 gesti.
Öll svefnherbergin eru með loftkælingu, sængur eru í húsinu sem gestir geta notað á haustin og vorin eða eftir þörfum.
Koddar og rúmföt fylgja og einnig er gott barnaferðarúm með sæng og kodda fyrir ungabarn.

Baðherbergin eru tvö

Á jarðhæð er baðherbergi/þvottahús með salerni og vaski.  Á 2. hæð er aðal baðherbergið, baðkar með sturtuaðstöðu og vaski.
Baðhandklæði fyrir hvern gest þ.e.a.s. eitt stórt og eitt lítið fylgja hverri leigu.  Einnig fylgja 6 strandhandklæði sem gestum er velkomið að nota og hárblásari er í húsinu.

Svalir, garður og einka sundlaug

Mjög stór einkagarður sem snýr í suður er við húsið sem er flísalagður að hluta og síðan gerfigras. Þar eru borð, stólar, sólbekkir, stór sólhlíf og Weber gasgrill og frábær aðstaða til að njóta blíðunnar á Spáni, grilla góðan mat og sóla sig í garðinum.  Á annarri hæð eru svalir út frá svefnherbergi með litlu borði og tveimur stólum.  Á þriðju hæð hússins eru góðar þaksvalir með útsýni til sjávar.  Út frá verönd fyrir framan húsið er farið í einka sundlaug, þar er útisturta.