Nánari lýsing

Aldeas III – raðhús nr. 45

Skemmtilegt og vel búið raðhús í Aldeas de Aguamarina III garðinum í Cabo Roig.
Á jarðhæð er falleg stofa með loftkælingu og tungusófa, sem einnig er svefnsófi, ásamt stækkanlegu borðstofuborði og stólum fyrir 6.  Í stofunni er 43″ snjallsjónvarp með heimabíói svo gestir geta horft á Netflix og fleira í gegnum netið. Í húsinu er WiFi internet í gegnum ljósleiðara og rúmlega 120 sjónvarpstöðvar í boði.
Út frá stofunni er hægt að ganga beint út á verönd fyrir framan þar sem eru borð, stólar fyrir sex, markísa og þrír sólbekkir.
Bjart og vel búið eldhús er á jarðhæð með uppþvottavél, örbylgjuofni, neysluvatnskrana, Dolce Gusto kaffivél, brauðrist, vöfflujárni, samlokugrilli, hraðsuðukatli, blandara, ísskáp með frystihólfi og öllum helstu áhöldum til matargerðar. Borðbúnaður í húsinu er fyrir 8 manns. Út frá eldhúsi er hægt að ganga út á litla verönd þar sem er Weber Q3200 gasgrill ásamt þvottavél og aðstöðu til að hengja upp þvott.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergi er á 2. hæð með hjónarúmi með heilsudýnu, loftkælingu, fataskáp, kommóðu og útgengi á litlar svalir með fallegu útsýni þar sem er borð og stólar fyrir tvo.
Gestaherbergi er á 2. hæð með koju fyrir tvö börn og einu einstaklingsrúmi svo gisting fyrir þrjá, loftkælingu,  fataskáp,  kommóðu með sjónvarpi og PlayStation3 leikjatölvu fyrir krakkana.
Í húsinu eru sængur sem getur verið gott að nota á vorin og haustin, einnig er gott barnaferðarúm með sæng og kodda fyrir ungabarn.

Baðherbergin eru tvö

Á jarðhæð er lítið salerni með WC og vaski.
Á 2. hæð er gott baðherbergi með WC, vaski, innréttingu og baðkari með góðri sturtuaðstöðu.
Baðhandklæði fyrir hvern gest þ.e.a.s. eitt stórt og eitt lítið fylgja hverri leigu.
Einnig fylgja sex strandhandklæði sem gestum er velkomið að nota. Hárblásari og sléttujárn er í húsinu.

Svalir, garður og sameiginleg sundlaug

Á annarri hæð eru svalir út frá svefnherbergi með útsýni til sjávar.  Á þriðju hæð hússins eru stórar þaksvalir með útsýni til sjávar.
Fimm sólbekkir eru til afnota fyrir gesti, þrír á jarðhæð og tveir á efstu hæð.
Út frá verönd fyrir framan húsið er farið í sameiginlega sundlaugargarðinn. Þar er stór sundlaug með nuddpotti, sturtur og gott pláss fyrir sólbekki.