Nánari lýsing

Stuðlaberg

Stuðlaberg er vel búin neðri sérhæð í fjarkahúsi í Villamartin hverfinu,  loftkæling í báðum herbergjum og stofu. Rúmgóð 100fm einkaverönd er fyrir framan húsið og þar eru sólbekkir og handklæði fyrir þá, borð og stólar, útihúsgögn og Weber kolagrill.  Í húsinu eru einnig 4 strandbekkir og strandhandklæði sem gestum er velkomið að taka með á ströndina.
Tveir fallegir sundlaugargarðar eru í sameigninni, annar beint fyrir framan húsið og hinn ca. 3 mín labb frá, hverfið er mjög rólegt og gott.  Matvöruverslun og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á laugardagsmarkaðinn og í La Zenia mallið.
Komið er inní opið rými með fallegri stofu og borðstofu og þaðan er gengið inn í eldhúsið. Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi. Loftkæling er í stofunni og einnig er WiFi internet.
Eldhúsið er vel búið með ísskáp með frystihólfi. Í eldhúsinu er uppþvottavél, kaffivél, samlokugrill, brauðrist, örbylgjuofn, hraðsuðuketill og öll helstu áhöld til matargerðar.

Svefnherbergin eru tvö

Húsið er með tveimur svefnherbergjum og er með gistir vel 4 fullorðna og 2-4 börn, einnig er barnaferðarúm.
Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum, moskitónet í glugga, viftu í lofti og innangent inná baðherbergi.  Hitt svefnherbergið er með tvíbeiðu rúmi og þar fyrir ofan er koja sem einnig er tvíbreið og hentar vel fyrir börn, góðum fataskápum og vifta í lofti.  Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu. Sængur, koddar og rúmföt fylgja til að nota á vorin og haustin.

Baðherbergin eru tvö

Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.
Baðherbergi með salerni, vaski, baðkari með sturtuaðstöðu og innréttingu.
Baðhandklæði fylgja hverri leigu, eitt stórt og eitt lítið fyrir hvern gest og einnig er hárblásari.
Í húsinu eru strandhandklæði sem gestum er velkomið að nota úti í garði eða til að taka með á ströndina.

Verönd fyrir framan húsið og sundlaugargarður

100fm verönd er fyrir framan húsið og frábær aðstaða til að borða úti og sóla sig. Þar eru sólbekkir, útisófasett, borð og stólar og Weber kolagrill. Einnig eru strandbekkir + strandhandklæði fyrir gesti.  Tveir fallegir sundlaugargarðar eru á svæðinu og hafa gestir aðgang að þeim báðum, annar er beint fyrir framan húsið, þar er sundlaug og bubblupottur, hin er í aðeins 3 mín labb frá.  Þar eru sundlaugar með barnalaug, sturtur og frábær aðstaða til að sóla sig og njóta.  Garðurinn er einstaklega fallegur mjög fjölskylduvænn og húsið er vel staðsett í garðinum.