Nánari lýsing

Íbúðin er á jarðhæð í Sungolf Beach kjarnanum í Las Filipinas hlutanum í Villamartin með aðgengi að fallegum sameiginlegum garði með sundlaug.  Íbúðin er mjög vel skipulögð og vel búin, WiFi, loftkæling, kolagrill og allt til alls.  Sameiginlegur sundlaugargarður er í sameign með sundlaug.  Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á markaði, Villamartin Plaza, flotta golfvelli, La Zenia verslunarmiðstöðina og niður á göngugötuna í Cabo Roig.  Einnig fylgir lokuð bílageymsla með fjarstýringu sem gestir hafa aðgang að fyrir bílaleigubílinn.
Sungolf Beach kjarninn er enn í byggingu, tvær blokkir af þremur er tilbúnar og eru íbúðirnar þrjár sem við erum með til leigu í þeim hluta, einnig er sundlaugargarðurinn klár og bílakjallarinn.

Eldhús, stofa og borðstofa

Komið er inn í opið rými með stofu, borðstofu og eldhúsi.  Í stofunni er sófi sem einnig er svefnsófi, sófaborð, eldhúsborð, stólar og snjallsjónvarp svo gestir geta td. skráð sig inná sitt NETFLIX.
Frá stofu er hurð út á verönd fyrir framan íbúðina með borði, stólum, Weber kolagrilli og góðri aðstöðu til að njóta blíðunnar.
Eldhúsið er vel búið með ísskáp, uppþvottavél, Dolce Gusto kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og helstu áhöldum til matargerðar.

Eitt svefnherbergi

Íbúðin er með einu rúmgóðu svefnherbergi með fataskápum og loftkælingu.
Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann.

Baðherbergi

Baðherbergi er með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Baðhandklæði fylgja hverri leigu, eitt stórt og eitt lítið fyrir hvern gest og einnig er hárblásari.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.

Verönd og sundlaugargarður

Íbúðin er á jarðhæð og frá stofunni er hurð sem opnar út á flísalagða verönd, þar eru borð, stólar og Weber kolagrill.
Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta blíðunnar.
Í sameign á milli húsanna er sundlaugargarður með sundlaug í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að, þar eru sundlaugar og sturtur.
Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og njóta veðurblíðunnar á Spáni.

Aðrar eignir stutt frá

Við erum einnig með 2 aðrar íbúðir í sömu blokk og þessi fallega íbúð.  Einnig erum við með fallegt einbýlishús í aðeins 5 mín gögnufjarlægð frá Sungolf Beach kjarnanum.
Frábær kostur ef nokkrar fjölskyldur eru að ferðast saman.

Villamartin

Villamartin

Gróinn bæjarhluti þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Steinsnar á ströndina.

Við Villamartin eru fjórir 18 holu golfvellir og fullt af frábærum veitingastöðum.

Stutt í nýju og glæsilegu verslunarmiðstöðin La Zenia Boulevard.


Nánar..