Nánari lýsing

Sungolf Beach 34

Íbúðin er á 2. hæð í Sungolf Beach í Las Filipinas hlutanum í Villamartin með aðgengi að fallegum sameiginlegum garði með sundlaug.  Íbúðin er mjög vel skipulögð og vel búin, WiFi, loftkæling, góð rúm og allt til alls.  Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á markaði, Villamartin Plaza, flotta golfvelli (Campoamor, Villamartin og Las Ramblas Golf eru 5-10 mín), La Zenia verslunarmiðstöðina og niður á göngugötuna í Cabo Roig.  Einnig fylgir sér bílastæði í bílakjallara fyrir bílaleigubílinn.
Við erum einnig með tvær aðrar íbúðir í sömu blokk og þessi fallega íbúð, frábær kostur ef nokkrar fjölskyldur eru að ferðast saman.
Í stofunni er rúmgóður sófi, sjónvarp og rennihurð út á stórar svalir með sófasetti, borði, stólum, sólbekkjum og góðri aðstöðu til að njóta blíðunnar.  Eldhúsið er bjart og vel búið með góðri eyju með fjórum barstólum og með helstu áhöldum til matargerðar.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum með fataskápum, loftkælingu og nýjum rúmum með vönduðum dýnum.
Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum  og útgengi út á svalir.
Annað rúmgott svefnherbergi með tveimur einstaklingsrúmum og fataskápum.
Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann, einnig er vandað barnaferðarúm með dýnu.

Baðherbergi

Baðherbergi er með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Baðhandklæði fylgja leigu og einnig er hárblásari.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.

Svalir og sundlaugargarður

Frá stofu er rennihurð sem opnar út á vel búnar 43fm svalir með fallegu útsýni og vönduðum húsgögnum, þar er sófasett, sólbekkir, borð, stólar og pergóla.  Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta blíðunnar.  Í sameign er sundlaug og heitur nuddpottur, sturtur og leikvöllur fyrir börn.  Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og njóta veðurblíðunnar á Spáni.