Nánari lýsing

Stofa, borðstofa og eldhús

Mjög fallegt 120fm einbýlishús á einni hæð með stórum þaksvölum.  Komið er inn í fallega stofu með góðum hornsófa, opnu eldhúsi og borðstofu – loftkæling er í stofu og eldhúsi.
Bæði frá stofu og eldhúsi eru rennihurðar til að opna út í garðinn við húsið, þar er flott saltvatns einkasundlaug, sturta, hlaðið kolagrill og frábær aðstaða til að borða úti.
Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp með frystihólfi, örbylgjuofni, kaffivél, hraðsuðukatli, brauðrist og uppþvottavél.

Svefnherbergin eru þrjú

Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum skápum, loftkælingu, rennihurð til að opna út í garðinn og að sundlauginni, sjónvarpi og innangent inná sér baðherbergi með salerni og sturtu.
Tvö gestaherbergi eru síðan á ganginum, bæði með 2 einstaklings rúmum, góðum skápum, loftkælingu og rennihurðar til að opna út í garðinn við húsið.
Léttar sumarsængur, koddar og rúmföt fylgja.

Baðherbergin eru tvö

Innaf hjónaherbergi er rúmgott baðherbergi með WC, vaski, góðri sturtu og innréttingu.
Á svefnherbergis gangi er annað baðherbergi með WC, vaski, sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði fyrir hvern gest þ.e.a.s. eitt stórt og eitt lítið fylgja hverri leigu en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd.

Þaksvalir, garður og einkasundlaug

Í kringum húsið er lokaður fallegur garður og frábær aðstaða til að borða úti. Garðurinn er yfirbyggður að hluta og þar er einni hlaðið kolagrill, vaskur og gott pláss til að útbúa eitthvað gott á grillið. Sundlaugin er með saltvatni og er upphituð á veturna.  Um 80fm einka þaksvalir eru yfir öllu húsinu með frábærri aðstöðu til að njóta blíðunnar á Spáni, þar er góður sófi, markísa til að draga yfir, sólbekkir og æðislegt útsýni til sjávar.
Í Recidencial Tabora er einnig sameiginileg sundlaug sem gestir hafa aðgang að, þar er stór sundlaug með barnalaug, sturtur og nóg pláss.

Aðrar eignir stutt frá

Við erum með nokkrar íbúðir, raðhús og önnur einbýlishús í Lomas de Cabo Roig hverfinu til leigu, svo lítið mál ef hópurinn er stór að bóka fleiri ein eitt hús og rölta síðan á milli.