Nánari lýsing

Terrazas 150

Terrazas 150 íbúðin er á jarðhæð í nýjum íbúðarkjarna í Lomas de Cabo Roig hverfinu og er mjög vel búin, WiFi, gasgrill, loftkæling og allt til alls.  Rúmgóðar verandir eru fyrir framan og aftan íbúðina.  Þrír fallegir sundlaugargarðar eru inná milli húsana og hafa gestir aðgang að þeim öllum, hverfið er mjög rólegt og gott.  Veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á fimmtudagsmarkaðinn, í La Zenia mallið og niður á göngugötuna í Cabo Roig.  Einnig er mjög stutt á fjölmarga flotta golfvelli sem eru þarna allt í kring td. Las Ramblas, Villamartin og Campoamor.
Fyrir aftan íbúðina er flísalögð verönd og þaðan er gengið beint inn í opið rými með fallegri stofu sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið.  Í stofunni er sófi, hægindastóll, Smart TV og loftkæling.  Eldhúsið er bjart og vel búið og þaðan er síðan þvottahús/geymsla. Í eldhúsinu er ísskápur með frystihólfi, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, samlokugrill, hraðsuðuketill og öll helstu áhöld til matargerðar.  Í eldhúsinu er einnig neysluvatnskrani svo hægt er að drekka vatn beint úr krana.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum, hjónherbergi með hjónarúmi og góðum fataskápum og innangent er inná baðherbergi sem er með sturtu.  Gestaherbergið er tveimur einstaklingsrúmum og góðum fataskáp.  Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum. Sængur, koddar og rúmföt fylgja.

Baðherbergin eru tvö

Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu er innaf hjónaherbergi.  Hitt baðherbergið er einnig með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.  Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari í húsinu.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.

Stór einka verönd, sundlaugargarðar og leiktæki

Gengið er út úr stofunni á rúmgóða flísalagða verönd sem snýr að sundlaugargarðinum og þar eru útihúsgögn og gasgrill.  Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta.  Í sameign Terrazas eru þrír garðar inná milli húsanna í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þar eru 2 stórar sundlaugar,  barnalaug, vaðlaug, líkamsræktartæki, leiksvæði fyrir börn og sturtur. Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og njóta. Garðarnir eru einstaklega fallegir og mjög fjölskylduvænir.

Aðrar eignir stutt frá

Við erum einnig með fleiri íbúðir í Terrazas kjarnanum til leigu, frábær kostur ef nokkrar fjölskyldur eru að ferðast saman.
Einnig erum við með Einbýlishús og raðhús í ca. 5 mín göngufæri frá Terrazas.